Stríðið búið?

Ég sá í einhverju blaði í dag að breska stjórnin hefði ákveðið að hætta að tala um stríð gegn hryðjuverkum, eins og Bush og Blair hafa gert allt frá 11.september 2001.

Ég fagna því að sjálfsögðu að Bretar skuli loks hafa áttað sig á því að þeir standa ekki andspænis einum ákveðnum óvini, heldur ýmsum litlum öfgahópum sem líklegast telja sig hafa farið halloka á einhvern hátt í samskiptum sínum við vesturveldin.  

Það hefur verið með hreinum ólíkindum að fylgjast með fullorðnum mönnum fara með ófriði gegn heilu þjóðunum, eins og Afgönum og Írökum, í þeirri trú að það væri leiðin til að uppræta hryðjuverkastarfsemi. "Stríðið gegn hryðjuverkum" var alla tíð glórulaust og í mínum huga löngu tapað, ef út í það er farið. Frá mínum bæjardyrum séð tapaðist það endanlega þegar maður þurfti að fara úr skónum áður en farið var um borð í flugvél!

Nú er bara að sjá hvort Bush fylgi fordæmi Blair og co. Hverjar eru líkurnar á því Sideways

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband