Af því að ég hef alltaf gert það

Mikið væri nú skemmtilegt ef eitthvað markvert gerðist einu sinni í kosningum, Sjálfstæðisflokkurinn fengi ekki 35-40% og framsókn ekki 15-20%. Þá gæti maður farið að hlakka til kosninganæturinnar.

Í Sunnlenska fréttablaðinu í dag er fólk á förnum vegi spurt hvað það ætli að kjósa á laugardaginn. Einungis tveir viðmælendur blaðsins segjast hafa ákveðið sig, annar ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og hinn framsókn. En það er athyglisvert að báðir gefa upp sömu ástæðu. Og hver skyldi hún nú vera? Jú: Af því ég hef alltaf gert það Sick 


mbl.is Fylgi Framsóknarflokksins tekur stökk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Já þetta kallast að hafa sjálfstæðar skoðanir eða þannig.Það er alveg sama hvað dynur á fólki það virðist ekkert hreyfa við því Ísland er hálgert bananalýðveldi þegar kemur að stjórnmálum.Þetta er eins og þegar krakkar eru skammaðir fyrir einhvern hlut og ynntir eftir ástæðu. Þá er gjarnan svarið að því bara

Grétar Pétur Geirsson, 10.5.2007 kl. 00:07

2 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Jæja strákar mínir er þetta ekki alveg borðleggjandi, sé maður viss um að vilja hafa það svipað (ef ekki mikið betra) áfram þá er viðkvæðið alltaf jafn uppbyggilegt og kemur fram hjá ykkur báðum.

Með ósk um gleðilegan laugardag og/eða kvöld. 

Eiríkur Harðarson, 10.5.2007 kl. 01:52

3 Smámynd: Hjalti Árnason

Ég ætla að kjósa alla flokkana - af því að ég hef alltaf gert það!

Hjalti Árnason, 11.5.2007 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband