Landsvirkjun að renna S-hópnum úr greipum?

Það er dálítið broslegt að fylgjast með viðbrögðum framsóknarmanna við þessum tíðindum og heyra skýringar formanns og varaformanns á því af hverju upp úr viðræðunum slitnaði. Þeir virðast báðir frekar súrir og Jón kvartar t.d. yfir því að aðrir flokkar hafi truflað viðræðurnar með því að voga sér að stíga í vænginn við Geir!

Er þetta ekki örugglega sami Jón og sagðist ætla að hlusta raddir fólksins og halda sig til hlés í stjórnarmyndunarviðræðum - leyfa öðrum að hafa frumkvæðið? Og er þetta ekki sami Guðni Ágústsson sem sagði fyrir 3 vikum síðan að það væri alveg morgunljóst að framsóknarflokkurinn færi ekki í ríkisstjórn ef flokkurinn fengi ekki nema 6-7 menn kjörna!

Það eina sem er alveg öruggt í íslenskum stjórnmálum er að framsóknarmenn munu alltaf gera allt sem í þeirra valdi stendur til að komast að kjötkötlunum, sama hvaða skilaboð þjóðin sendir þeim. Nýr þingmaður flokksins Höskuldur Þórhallsson orðaði þetta með grímulausum hætti: Ég vil bara að framsóknarflokkurinn fari í stjórn, mér er sama hvort það er til hægri, vinstri eða á miðjunni! Greinilega framsóknarmaður Par Excellence Smile


mbl.is Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aumingja Framsókn, snöktandi eins og leikskólabörn yfir augljósum og umfram allt, sjálfsögðum og löngu tímabærum örlögum.  Guðni er vinur minn og ég vil vinum mínum vel og það er honum og framsóknarmönnum fyrir bestu að hvíla sig og slaka aðeins á í spillingunni,sjá hlutina í réttu ljósi.  Þeir áttu bara að standa við fyrri yfirlýsingar og slíta samstarfinu daginn eftir kosningar, punktur.   Svo leggjast þeir svo lágt að kenna Baugi um ófarirnar með hinu auma DV sem vissulega var dreift um allt land, en Rilli var fljótur að henda því í ruslið, ólesnu, og býst ég við að margi hafi gert svo.  Datt mönnum ekki í hug að stanslaus spilling og valdfýsni síðustu ára hefði sitt að segja, gjafir til S-hópsins, mafían í Borginni, embættiskipanir o.fl...og svo auðvitað þaulhugsuð og vel útfærð senan með Jónínu Bjartmars fyrir kosningar? 

Rilli (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 22:09

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Ímugustur: Ég er sammála, held að Samfylkingin muni varla selja Landsvirkjun og þó að Sjálfstæðisflokkurinn kunni að vilja það hafa líkurnar á því að S-hópurinn eignist hana fyrir slikk altént minnkað.

Rilli: Guðni er líka vinur minn, og góður vinur foreldra minna, en það var pínlegt að horfa á hann í Kastljósinu áðan. Hann sem fyrir 3-4 vikum sagði að framsókn færi alls ekki undir neinum kringumstæðum í stjórn ef flokkurinn fengi ekki nema 6-7 menn kjörna hefur undanfarna daga rembst eins og rjúpan við staurinn við að halda ónýtri stjórninni saman og í Kastljósinu lýsti hann því yfir að hann væri til í að fara í stjórn með VG og Samfylkingunni ef til þess kæmi! Þeir kunna svo sannarlega að halda sig til hlés þessir kallar

Ég er hjartanlega sammála þér með það að það hefði verið lang sterkast fyrir framsókn að segja strax skilið við stjórnina, rétt eins og þeir höfðu lofað að gera yrði útreið þeirra í kosningunum eins og raun bar vitni.

framsókn á það nú sammerkt með hr. birni bjarnasyni að kenna Baugi um ófarir sínar. Það er undarleg söguskýring og lýsir vel þeirri staurblindu sem hrjáir þessa blessuðu steingervinga. Ég segi eins og Rilli að DV fór beint í ruslið hjá mér, án þess að vera svo mikið sem opnað þannig að það var nú ekki þessvegna sem ég kaus að sneiða hjá framsóknarflokknum að þessu sinni!

Heimir Eyvindarson, 17.5.2007 kl. 23:10

3 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Takk Björgvin

Heimir Eyvindarson, 17.5.2007 kl. 23:12

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það er einmintt Framsókn sem hefur komið í veg fyrir að Landsvirkjun verði seld. Er einn flokka með andstöðu við sölu á sinni stefnuskrá

Gestur Guðjónsson, 18.5.2007 kl. 17:55

5 identicon

Mér finnst nú samfylkingin vera að svíkja sýna kjósendur illilega með því að rjúka beint til Geirs enn ekki Steingríms eins og þeir lofuðu, skil vel að Steingrímur skuli vera fúll allaveganna

Sæmi (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband