Er ég undantekningartilvik?

Pétur Pétursson framkvæmdastjóri tekjusviðs 365 miðla sagði í viðtali á Stöð 2 fyrr í kvöld að það væri af og frá að áskriftarverð á enska boltanum hefði hækkað umtalsvert milli ára!

Þetta er afar athyglisverð fullyrðing, í ljósi þess að Skjárinn bauð uppá enska boltann í fyrravetur fyrir 2500 kall á mánuði en á Sýn 2 kemur pakkinn til með að kosta 4390 krónur! Hvernig u.þ.b. 75% hækkun milli ára getur ekki talist umtalsverð er mér alveg fyrirmunað að skilja!

Helstu rök Péturs fyrir reikningskúnstunum eru þau að hækkunin hjá þeim sem borga áskrift að Stöð 2 og Sýn til viðbótar við þessa nýju stöð, Sýn 2, muni einungis verða um 10-15%, og því sé aðeins í undantekningartilvikum um hækkun sem orð sé á gerandi að ræða Sick

Mér er bara alveg skítsama (fyrirgefið orðbragðið) hvaða pakkar eru í boði fyrir trygga áskrifendur 365 miðla. Ég var reyndar lengi vel í þeirra hópi, en gafst uppá Lögregluhundinum Rex og fleira "úrvalsefni" sem Stöð 2 bauð uppá fyrir 5000 kall á mánuði Cool. Staðreyndin er sú að ég gat keypt enska boltann hjá Skjánum (gerði það reyndar ekki) á 2500 s.l. vetur, án skuldbindinga. Ef ég kaupi sama pakka, án skuldbindinga, hjá 365 kostar hann 4390. Þannig lítur dæmið einfaldlega út og ég fæ ekki séð hverslags undantekningartilvik það er Shocking.

Ef hangilæri í Hagkaupum er verðlagt á 5000 kall þá kostar það 5000 kall. Sé hinsvegar hægt að fá það helmingi ódýrara með því að kaupa að auki 30 rúllur af klósettpappír og 2 sígarettupakka, þá er þar um einhverskonar frávik að ræða. Eða hvað?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

2 + 2 = 7   svona er þetta hjá þeim á 365   þeir sem virkilega vilja sjónvarpsvæðast ættu að fá sér erlenda áskrift og disk ... það er ódýrara þegar til lengri tíma er litið ... og það sem fæst í t.d. Sky pakkanum fer nokkur ljósár fram úr því sem 365 eru að bjóða uppá .. 

Pálmi Gunnarsson, 24.7.2007 kl. 09:02

2 identicon

Menn eiga bara að spara aurinn og sleppa þessu tuðrusparki, þetta er hvortsem er tímaþjófur.

Esther (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 09:31

3 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Já maður þarf að skoða þessa erlendu pakka. Breskt sjónvarp er hreint ekki það versta sem maður getur haft á heimilinu. 

Heimir Eyvindarson, 24.7.2007 kl. 09:46

4 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Mikið er ég sammála ykkur tuðrusparkdýrkendum, er alveg bit yfir hvernig þessi (frjálsa)stöð hagar sér. Síðan kveinka þeir sér yfir því að fá engin afnotagjöld. Þá virðist lausnin aðeins sú að hækka gjöldin uppúr öllu valdi

Eiríkur Harðarson, 24.7.2007 kl. 22:30

5 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Jamm, frekar er þetta nú léleg röksemdarfærsla hjá 365. 

Góð samlíking þetta með lærið og afturendaeyðublöðin, Hagkaup á eflaust eftir að reyna þetta einhverntíman, eða Bónus.....

Eiður Ragnarsson, 25.7.2007 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband