Nauðaómerkileg bloggfærsla

Ég fer orðið oftar í Bónus en ég gerði. Það stafar aðallega af því að fyrir rúmum mánuði fluttum við fjölskyldan frá Selfossi til Hveragerðis, og í Hveragerði er úrvalið í matvöruverslunum bundið við eina búð: Bónus. Búðin er ágæt sem slík, en ég sakna þess að geta ekki skotist í Nóatún og Fiskbúðina eins og ég gat gert á Selfossi, því matarúrvalið í Bónus er nú satt best að segja ekkert æðislegt. En samt sem áður líður okkur betur í Hveragerði, svo það sé nú á hreinu Smile

Talandi um fiskbúðina, þá var hér í Hveragerði mjög góð fiskbúð en íbúarnir hafa greinilega ekki verið nógu duglegir að nota sér hana því eigendurnir pökkuðu saman og lokuðu. Því miður.

Annað sem ég sakna frá Selfossi er drykkjarvatnið. Mér skilst að Hvergerðingar fái neysluvatn úr 3 vatnsbólum, misgóðum. Mitt er ábyggilega verst! Og ég sem hélt að hið margrómaða íslenska vatn væri tiltölulega svipað um allt land.........svona er maður nú vitlaus.

En það stóð nú ekki til að eyða þessari bloggfærslu í að bera saman Hveragerði og Selfoss. Fyrir mér er þetta allt sama svæðið, annar staðurinn er bara miklu skemmtilegri, og auk þess talsvert nær Reykjavík Wink.

Þessi bloggfærsla átti satt best að segja alls ekki að vera nein langloka, ég hafði í raun ekkert að segja annað en það að eitt af því undarlegasta sem ég veit er hvað ég stressast oft upp í röðinni í Bónus. Það er líklega ein ástæðan fyrir því að mér hefur aldrei fundist neitt voðalega spennandi að fara í Bónus....? Ég verð alveg sérstaklega stressaður þegar kemur að því að raða í pokana, þá fer ég alveg á taugum! Enda er það iðulega þannig að næsti kúnni er komin í bakið á mér og farinn að bíða eftir því að ég sópi mínum vörum í pokann. Og ég, sem er með ágæta rýmisgreind þó ég segi sjálfur frá, raða eins og óður maður í pokana - yfirleitt lenda viðkvæmu vörurnar neðst og eitthvað brotnar og ég veit ekki hvað og ekki hvað. Finnur enginn fyrir þessu nema ég?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Þarna get ég verið mjög svo sammála þér, ég er að koksa á að fara í Bónus og reyna að finna eitthvað "vagúmpakkað" í matinn, enda er för minni á eftir heitið í TUBORG að kaupa saltfisk

En ég er "snilli" að raða í poka og læt ekki næsta kúna angra mig (ætti kannski að halda námskeið ) en það er enn eitt sem ég þoli ekki við Bónus það er "kassadaman" sem kallar mig alltaf VINAN.................

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 6.10.2007 kl. 10:46

2 Smámynd: Anna Sigga

HA, HA, HA!!  Mér finnst Bónus í Hveragerði reyndar mun betri en á Selfossi og þó víða væri leitað. Markast sú skoðun mín helst af tveimur staðreyndum:

1) Nægt bílastæða og rúmt um þau.

2) Vel rúmt á hillum og göngum innan verslunnar

  ég er að mínu mati afbragðs hleðslumaður og vil ég meina að það sé mínu gamla starfi sem útkeyrlsu"maður" hjá MBF að miklu leiti að þakka. Ég er hins vegar svona frekar róleg á meðan næsti viðskiptavinur er enn á færibandinu og í sínu hólfi en þegar hann er búin að fá sínar vörur skannaðar og röðin er komin að hinum þar næsta, þá fer ég að ókyrðast. Er þó nánast alltaf löngu komin út í bíl og farin að troða í mig e-u gómsætu þegar þar er komið við sögu. 

 Vá átti ekki að vera svona langt... langaði bara að segja, fín færsla :)

Anna Sigga, 6.10.2007 kl. 14:34

3 identicon

Það gleður mig að heyra að ykkur líður vel hér hjá okkur og að það sé skemmtilegra, þrátt fyrir nokkra minniháttar galla. Mér hefur reyndar alltaf fundist vatnið hér fínt. Í sambandi við Bónuspokastressið (hélt reyndar að þú værir alltaf pollrólegur!) þá vil ég benda þér að það er mjög afslappandi að heimsækja ákveðinn nágranna Bónuss (þú veist hvern:-)) áður en farið er í innkaupin. Það er þó kannski ekki ráðlegt daglega.

Inga Lóa (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 19:50

4 identicon

Bónusferðir yfir höfuð eru orðnar sjeikí dæmi.  Gamalt fólk breytist í villidýr í búðunum og veður yfir mann og dúndrar kerrunum aftan í hásinarnar á manni..yfir því er ég stressaður!  Svo er þróunin í Reykjavik orðin þannig að Bónust er orðin félagsmiðstöð innflytjenda, einkum í Smáralind...og afreiðslufólkið tilheyrir sama hópi líka.  Ég fíla mig ekki lengur í þessu og er leið í Krónuna.   Aftur á móti er það alltaf jafn pirrandi þegar  maður er búinn að drekkhlaða sig af vörum úr Bónus og vantar svo eitthvað lítilræði og rennir við í Nótúni til að bjarga því....hvað hlutirnir eru viðbjóðslega dýrir í Nóatúni(Þjófatún?)......noti maður pokamælinguna góðu, þá eru 3 pokar í Bónsu cirka 1 í Nóatúni, sem er auðvitað bilun.

 En ég vona að það rætist úr vatns og fiskmálum í Hveró  En hvað með aðra hluti frá Selfossi eins og t.d pullarann??  Sakna menn hans ekki??

Rilli (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 10:40

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þetta biðraðastress er ástæðan fyrir því að ég kaupi í matinn á leiðinni heim úr vinnunni - alla daga. Þá er minna í einu og minna stress. Svo er Kaskó í götunni minni, ágætissjoppa. Aldrei löng röð eða gamalt og stressað fólk, bara allir voða kátir.

Er eldra fólk svona stressað í Hveragerði?

Ingvar Valgeirsson, 7.10.2007 kl. 14:23

6 identicon

Jú ég er svona líka. Stressast öll upp við að setja í poka. Fáránlegt Og ég er sammála henni Huldu hérna fyrir ofan með "kassadömuna" sem að kallar allt kvenfólk VINAN. Það fer nett í taugarnar á mér.

Bryndís R (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 18:07

7 identicon

Ég stressast bara á fólkinu sem er fyrir mér í búinni, sem er auðvelt í níðþröngu húsnæði Bónus hér á Laugaveginum. Jú reyndar líka þegar ég fæ það á tilfinninguna að ég sé allra manna svifaseinust við að setja í poka.

Þetta með "vinnan" hjá kassadömunni finnst mér mjög krúttlegt. Eins og búðakellurnar í Brixton sem kalla alla "luv" I luv it!

Heiðrún Dóra (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 13:27

8 identicon

Hrikalegt að láta sjá svona stafsetningu eftir sig. "búinni" á að vera búðinni og "vinnan" á að sjálfsögðu að vera vinan- afsakið

Heiðrún Dóra (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 13:32

9 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Hveragerði er nú reyndar eitt fallegasta bæjarstæði landsins, það verður nú ekki tekið af þeim og svo héf ég verið að tala við fólkið þarna og það gengur bara mjög vel........... en hver kúkaði í vatnsbólið þeirra?? þetta vatn þeirra er alveg ódrekkandi.

Tómas Þóroddsson, 13.10.2007 kl. 01:50

10 identicon

Æi - elsku Heimir - takk fyrir þessa færslu Það gladdi mig ósegjanlega að sjá að ég er ekki ein um að finnast óþægilegt að vera svona mikið „fyrir“ næsta kúnna þegar ég raða í pokana. Ég er nefnilega sú sem raða góssinu í skápana þegar heim er komið (líklega er rýmisgreindin sterkari hjá mér heldur en húsbandinu). Þess vegna vil ég búa í haginn og raða í pokana í takt við það - EN ég fæ engan fjandans frið til þess fyrir þessum kúnnum og afgreiðslufólki sem segir mér með öllu nema orðum hvað ég er óþolandi lengi að þessu, ég hljóti að vera á ró ró eða hvað (óendanlegahneykslaðurkarl-svipur frá þeim) sem gerir það að verkum að ég hamast eins og ég veit ekki hvað og er hálfuppgefin og búin á taugum þegar ég kem út í bíl

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband