Ég hélt að allir vissu þetta

Ég: „Nei það er í alvörunni ekki þannig að þeir sem hringja inn á Rás 2 til að biðja um óskalag séu settir í beina útsendingu” 

Félagi: „Ég meina ég heyri oft, t.d. á næturvaktinni, í fólki sem er að hringja inn og biðja um lög – oft mjög skrýtin lög – og það er bara í beinni útsendingu. Það hittist bara svona á að þegar þeir ákveða að taka símann þá eru yfirleitt einhverjir furðufuglar á línunni!” 

Ég: „Nei ég er að segja þér það að þetta er ekki í beinni. Það eru öll símtöl tekin upp. Það gera allar stöðvar þetta svona, bara til að passa upp á að fólk komist ekki að með einhvern dónaskap. Ég meina hefur þú heyrt einhvern biðja um Slipknot í beinni á Bylgjunni?”  

Félagi: Já þú meinar. Það er kannski hellingur af fólki búinn að hringja inn og biðja um “venjuleg lög” en þeir bíða bara eftir að einhver hringi og biðji um Neil Young eða eitthvað svoleiðis.  

Ég: „Já! Það símtal er síðan spilað við fyrsta tækifæri.” 

Félagi: „Kannski halda þeir líka uppá svoleiðis símtöl, eiga bara Neil Young símtöl á lager?”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

Og þeir sem vilja sannreyna kenningu Heimis (ekki kenningu staðreynd) hringja bara í Rás 2 og biðja bara um e-ð sniðugt!

  En ekki hafði ég hugmynd um þetta svona by the way! 

Anna Sigga, 2.2.2008 kl. 12:23

2 identicon

Lager af Neil Young símtölum? Gæti það haft eitthvað með það að gera að tónlistarstjórinn á Rás 2 elskar Neil Young? Sé hann fyrir mér sitja við skrifborðið í vinnunni og hringja á Rás 2, símtal eftir símtal og biðja um Neil Young og breyta í sér röddinni í hvert skipti og svo eru þeir á hinum endanum að taka upp. Segisona

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 23:27

3 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Skemmtilegt scenario

Heimir Eyvindarson, 3.2.2008 kl. 00:22

4 Smámynd: GK

Hahahaha...

GK, 7.2.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband