Århus

Ég kom í fyrsta skipti til Århus um helgina, en þar vorum við ÁMS menn að spila á Íslendingagleði í Folkedansens hus, hvorki meira né minna. Ég var alveg heillaður af borginni, eða í það minnsta því litla sem ég sá af henni. Miðbærinn er allavega afskaplega fallegur og snyrtilegur, og fólkið vingjarnlegt.

Annars má segja að lukkan hafi leikið við okkur því við flugum út á föstudagsmorgun og komum heim í gærkvöldi, þannig að við misstum af óveðrinu sem geysaði hér um helgina. Að vísu lék lukkan ekki alveg jafnt við okkur alla því Magni var veðurtepptur norður á Akureyri og náði ekki morgunvélinni á föstudeginum, en hann komst á endanumCool.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

 Gott að vita að þið séuð komnir heim. Hugsa að henni systur minni sé allavega létt

Anna Sigga, 11.2.2008 kl. 14:51

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Alltaf gott að koma HEIM

En hún færeyeska vinkona mín bjó einmitt í Arhus um nokkurn tíma og hún segir að það sé besti staður Danmerkur

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 11.2.2008 kl. 17:08

3 Smámynd: Hjalti Árnason

Sammálasíðasta ræðumanni, ég er búinn að eyða nokkrum dögum í Århus, Fallegur bær og vinalegt fólk

Hjalti Árnason, 11.2.2008 kl. 17:51

4 Smámynd: GK

Árósar eru snilldarborg að ég held. OFL spilaði þar á þorrablóti Íslendingafélagsins árið 2000 en dvaldi stutt. Vorum keyrðir á milli staða í gluggalausum flutningabíl, sakaðir um gyðingahatur og lentum í slagsmálum við landa okkar baksviðs að loknu giggi. Góðar minningar...

GK, 11.2.2008 kl. 23:24

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Fyrir tveimur árum lék litla hljómsveitin mín í litlum smábæ nálægt Arhus. Mér skilst að það hafi verið ógeðslega gaman...

Árósir hafa að geyma einhverja flottustu hljóðfæraverslun alheimsins, Woodstock guitars. Þar eru uppstoppuð ljón og krókódíll og ákaflega viðkunnanlegt starfsfólk. 

Ingvar Valgeirsson, 12.2.2008 kl. 22:14

6 identicon

Hæ Heimir:) rakst á bloggið þitt fyrir tilviljun.

 Takk fyrir frábært ball í Århus og skemmtilegt djamm þar á eftir á miðbænum, skemmti mér konunglega. Þið verðið að koma til köben næst.

 Kveðja frá Köben

Bryndís Erl:)

Bryndís Erlingsd. (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband