Vinir Hannesar....

...Hólmsteins standa fyrir fjársöfnun til styrktar meistaranum. Í auglýsingu frá þessum einbeittu hjarðmönnum segir m.a.: .......að styðja þurfi fjárhagslega við bakið á Hannesi Hólmsteini: „...þar sem íslenskur auðmaður sækir fast að honum fyrir að hafa nýtt málfrelsi sitt á Íslandi."

Það er nefnilega það! Ég ætla nú ekki að ræða málavöxtu í þrætum Jóns Ólafssonar og Hannesar Hólmsteins, en mér finnst undarlegt að stuðningsmenn Hannesar skuli láta þess getið að fyrst um sinn vanti meistarann 3,1 milljón króna! Það er nefnilega akkurat sú upphæð sem Hannes var dæmdur til að greiða Auði Laxness (að meðtöldum málkostnaði) fyrir ritstuld frá sjálfu nóbelskáldinu.

Varla er Auður Laxness umræddur íslenskur auðmaður, sem sækir fast að honum fyrir að hafa nýtt málfrelsi sitt!

P.s. Ég þori ekki að segja hálfvitar!, af ótta við að vera lögsóttur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mæltu manna heilastur, Heimir. Það er ótrúlegt hvað fólk getur verið miklir hálfvitar og að sjá hve margir styðja þetta hér á blogginu er magnað.

Góður punktur með Laxness.

Lára Hanna Einarsdóttir, 30.3.2008 kl. 15:09

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Finnst fyrirsögnin frábær "Vinir Hannesar"

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 30.3.2008 kl. 22:31

3 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Hehehe

Heimir Eyvindarson, 30.3.2008 kl. 22:37

4 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Mjög sérstakt mál verður að segjast. Einhvers staðar væri fræðimaður sem yrði uppvís að slíkum vinnubrögðum rekinn. En ekki á Íslandi.

Eitt get ég þó tekið undir með ´Vinum Hannesar´; Maðurinn á bágt!

Soffía Valdimarsdóttir, 2.4.2008 kl. 18:34

5 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Halló krakkar -  hugsið ykkur hvað lífið væri eitthvað litlaust ef við hefðum ekki Hannes.  Gleðjumst yfir vinum Hannesar sem ætla að bjarga honum svo hann megi áfram gleðja okkur þegar okkur líður illa á félagshyggjusviðinu. Reyndar er sumt á afrekalista snillingsin næstum ófyrirgefanlegt eins og að búa til 300og eitthvað útvarpsþætti dulbúna sem sjónvarpsþætti. Þá langaði mig til að fara niður í útvarp og taka úr sambandi. En þess utan er hann Hannes alltaf eins og fermingardrengur í öllu sem hann gerir, bjartur og tær. Ég er vissum að Halldór hefði fyrirgefið honum orðlánið og kannske skrifað um hann bók.

Pálmi Gunnarsson, 3.4.2008 kl. 21:50

6 identicon

Ég er um leið og ég les þessa færslu að hlusta á endurtekið Kastljós ... og þar er hannes að segja frá því hvað hann eigi bágt í veskinu og hann er að benda okkur á hvernig hann einhvern veginn "lenti" í því að fara ekki rétt að í skrifunum alveg óvart og nú þurfi bara að fá hjálp kolleganna til að laga þetta í fyrsta bindinu, sem hann ætlar að gefa út aftur, að þeir segi honum hvernig hann eigi að gera þetta - hahahahahaha - hann er ótrúlegur.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband