Afmæli

Ég er kominn heim frá Barcelona - árinu eldri. Raunar svo gamall að mér vitrari (og ókurteisari jafnvel) menn segja mér að ég sé orðinn gamalmenni - farinn að sjá yfir böltann eins og þeir segja í Skaftafellssýslunni.

Hvað um það. Á slíkum tímamótum skilst mér að venja sé að líta til baka og þakka fyrir allt það góða sem hefur hent mann á lífsleiðinni. Það hef ég gert, takk fyrir mig. Taki það til sín sem eiga Smile.

Að þessari upprifjun minni lokinni ákvað ég að hafa daginn í dag eftir mínu höfði í einu og öllu. Sem gamalmenni sem ólst upp á eitís tímabilinu geri ég ráð fyrir að dagurinn verði c.a. svona:

Fyrst mun ég reyna við töfrateninginn. Ég náði aldrei tökum á honum í þá daga, þó ég hafi einu sinni álpast til að koma honum saman, og ég á svosem ekki von á því að það gangi betur í þetta sinn.  

Rubiks_Cube

Meðan ég reyni við teninginn mun ég hlusta á bæði lögin með Limahl limahl15 

og jafnvel eitthvað með Cindy Lauper CindyLauper 

og Stephen Tintin Duffy tintin

Eftir nokkrar árangurslausar

tilraunir fæ ég mér Soda-stream sodastream

eða RC-kóla rccola_big 

og læt þreytuna líða úr fótunum í Clariol undratækinufótanuddtækið

Í kvöld horfi ég svo á video panasonic_nv8600b

 

t.d. Romancing the stoneromancing

eða fyrstu 128 þættina af Dallas dallas_bobby_pam_

Fyrir svefninn tek ég síðan einn Pac-man pacman kemst vonandi í bananaborðið!

Í nótt mun ég svo væntanlega vakna til að pissa............... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Velkomin í hóp vitrara og reyndara fólks  hér er gott að vera og ekki slæmt að fá eitís nostalgíuköst svona stöku sinnum

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 15.4.2008 kl. 15:39

2 identicon

Vitlaus geturðu verið litli bróðir Til hamingju með öll þessi ár.

Heiðrún Dóra (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 17:43

3 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Krææææææææææst!

Þetta er óþægilega fyndið. En til hamingju með daginn í gær og megirðu njóta ánægjulegra þvagláta um ókomin ár

Soffía Valdimarsdóttir, 15.4.2008 kl. 18:12

4 identicon

Innilegar hamingjuóskir með gærdaginn :)

Kveðja frá Héraði.

Inga Jóna (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 18:12

5 identicon

Til hamingju með afmælið

Bryndís R (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 18:14

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ég sé á öllu að þessi áfangi í lífinu hefur haft þroskandi áhrif - Til hamingju með afmælið

Haraldur Bjarnason, 15.4.2008 kl. 23:04

7 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Til hamingju með áfangann. Þó þú sért rétt orðin fertugur þá frábið ég mér að þurfa að lesa einhverja hægða eða þvagpistla frá þér, do´nt start to be boring.

Eiríkur Harðarson, 15.4.2008 kl. 23:17

8 identicon

Ég skulda þér gratúleringu........og þetta var hún

 Golli.

Golli (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 03:12

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Fín upptalning - vantar bara að horfa á Never Ending Story, sem einmitt Limahl syngur titillagið í. Jafnvel líka Electric Dreams, hvar Phil Oakey úr Human League syngur titillagið... nú eða Ghostbusters... og Goonies. Á Betaspólum.

Svo má tengja Sinclair-tölvuna og taka fram kassettuna með Jet Set Willy-leiknum og spila af miklum móð þangað til mamma kemur og segir manni að bursta tennur og fara að sofa.

Afsakið, datt í nostalgíukast.

Ingvar Valgeirsson, 16.4.2008 kl. 13:20

10 identicon

Til hamingju með áfangann.  Undirrituð sem er talsvert eldri og reyndari getur fullvissað þig um það að ballið er rétt að byrja og það á bara eftir að batna  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 16:35

11 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Flottur pistill. Til hamingju. Þín var samt sárt saknað á Austfirðingaballinu... en þetta slapp. Til lukku... gamli!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 17.4.2008 kl. 14:11

12 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Takk fyrir góðar kveðjur

Heimir Eyvindarson, 19.4.2008 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband