Firring?

Íslendingar hafa greinilega haft það of gott, of lengi. Talsmaður Seðlabankans hreykir sér af því í einhverju blaðanna í gær að bankinn hafi sýnt gríðarlega aðhaldssemi við kaup á jeppa, sem bankanum er nauðsynlegt að eiga til að geta fylgst með rándýrum sumarhúsum sínum. Jeppinn kostaði einungis tæpar 8 milljónir króna, sem talsmanninum þykir hlægilega lítið.

Í Fréttablaðinu í dag birtist uppskrift af fiski- og kartöflusalati sem blaðið segir henta vel á krepputímum. Í uppskriftinni er meðal annars dálítið af humri Smile

Þetta minnir mig á drottninguna  (held það hafi verið Marie Antoniette sem var drottning í Frakklandi á tímum byltingarinnar) sem spurði einn af ráðgjöfum eiginmanns síns af hverju lýðurinn væri með þennan æsing. Þegar henni var svarað að lýðurinn væri sár og reiður yfir því að hafa ekkert brauð að borða spurði hún steinhissa: "Af hverju fær fólkið sér þá ekki bara kökur?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband