Tindátar Björns Bjarnasonar, þess mikla gáfumennis

Landsþing lögreglumanna (líklega ekki töluð vitleysan þarWink) fer fram á að öllum lögreglumönnum verði útveguð Taser-valdbeitingatæki sem allra fyrst.

Ég veit ekkert hvernig tæki þetta eru, en í Fréttablaðinu í dag segir að um sé að ræða öflug rafstuðstæki sem dauðsföll hafi verið rakin til.

Í greinargerð með ályktuninni segir að óþarft sé að tefja málið með skoðunum! Lýsir það ekki lögreglunni vel? Verum ekkert að skoða eða ræða málin, grípum heldur til vopna!

Þegar íslenskir lögreglutöffarar (GAS!) fá byssur er vísast best að drífa sig af klakanum.

Ég verð að láta fljóta með sniðug ummæli Jónasar Kristjánssonar um piparúðann (GAS!) sem löggan notaði af mikilli áfergju í "óeirðunum" um daginn. Á síðu sinni www.jonas.is segir hann rangt af fjölmiðlum að kalla piparúðann varnarúða; "Mér sýndust löggurnar með úðann ekki vera í neinni vörn. Fremur virtust þær vera að fá fullnægingu."
   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Hvaða móðursýki er þetta í þér drengur? Forfeðurnir drápu fyrst og drukku svo og fóru svo og drápu soltið meira. Það er hefð fyrir þessu.

Soffía Valdimarsdóttir, 1.5.2008 kl. 17:51

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Já ég sé það núna, ég er óttaleg kelling

Heimir Eyvindarson, 1.5.2008 kl. 19:35

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

svo sögðu þeir: Eigi skal gráta Björn bónda

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 1.5.2008 kl. 22:35

4 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Ánægður með Spilunar listann hjá þér þó að útgáfan með Fun Boy Three af Our lips sé mun betri.

Þórður Helgi Þórðarson, 2.5.2008 kl. 12:34

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Kíktu til mín Heimir - þú vilt örugglega vera með!

Lára Hanna Einarsdóttir, 4.5.2008 kl. 13:51

6 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Til hamingju með soninn

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 4.5.2008 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband