Áhyggjur taugaveiklaðs gamalmennis

Ég sá á www.mbl.is áðan að norðmenn eru að velta fyrir sér möguleikanum á því að takmarka ökuleyfi ungmenna, í kjölfar banaslyss sem varð í umferðinni þar um helgina. Yngstu ökumönnunum yrði þá bannað að keyra bíl um kvöld og helgar.

Þekkjandi noreg (sem líkt og framsókn og arsenal ritast ætíð með litlum staf) finnst mér allt eins líklegt að handónýtt vegakerfi þessarar ríkustu nágrannaþjóðar okkar eigi einhverja sök, án þess að ég hafi hugmynd um það, en þó finnst mér hugmyndin alls ekki vond.

Ég viðraði þessa hugmynd reyndar hér á blogginu fyrir margt löngu, og hafði þá heyrt af svipuðu fyrirkomulagi einhversstaðar í heiminum. Mér er bara fyrirmunað að muna hvar.

Ég var nú að ferma elsta son minn í gær þannig að bílprófið nálgast óðum og það veit sá sem allt veit að fáir yrðu fegnari en ég ef svona reglur yrðu settar hér á landi Wink. Ekki það að ég ætli syni mínum að verða glanni, en ég man bara svo vel eftir spennunni sem fylgdi því að keyra um helgar þegar maður var nýkominn með bílpróf.

Ég veit að ég hljóma eins og gamall kall, sem ég er enda á góðri leið með að verða, en mér finnst skynsemi í því að halda unglingum frá þeim óþægilegu aðstæðum sem geta komið upp þegar leikar fara að æsast.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Það er náttúrulega ekkert "fútt" í því að keyra bara um hábjartan dag

Til hamingju með soninn  

Tekur þú að þér að ferma? Hélt að maður að ætti að segja: það var verið að ferma eða fermdist eða var fermdur  En ef þú tekur að þér að ferma þá hef ég samband eftir tvö ár, þú yrðir góður prestur

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 6.5.2008 kl. 14:01

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Takk, takk. Já ég tek að mér að ferma, og skal með ánægju ferma Stefán .

Mig minnir nú að það hafi verið  sæmilega bjart þegar Hannes tók flugið á Escortinum, þannig að ef viljinn er fyrir hendi þá má alveg hafa gaman að því að keyra um hábjartan dag! Það var heldur ekkert mjög áliðið þegar hann "heilsaði upp á" Lúlú og Ingvar Jónasar um árið . En við þurfum ekkert að vera að ræða það endalaust....hehe.....þótt það sé gaman að því

Heimir Eyvindarson, 6.5.2008 kl. 15:00

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Þú ert kominn út á mjög hálan ís þarna með hann Hannes   en það var örlagaríkt kvöldið sem hann keyrði á "Lúlú og Ingvar" hann fékk vorkunsemi frá konu sem stendur enn yfir

En Stefán verður örugglega hæstánægður, því hann er ekki viss um að hann nenni í TÍU messur

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 6.5.2008 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband