Velkomin úr jólafríi

Einhver skríll, sem á væntanlega ekkert skylt við íslenska þjóð, hefur eytt megninu af deginum í að mótmæla fyrir framan Alþingishúsið. Viðbrögð ráðamanna eru vitanlega misgáfuleg.

Geir Haarde er gríðarfúll yfir því að fá ekki að vinna vinnuna sína í friði. Áttar sig engan veginn á því að ein meginástæða þess hve illa við erum stödd er einmitt sú að við höfum allt of lengi leyft honum og félögum hans að "vinna vinnuna sína" í friði.

Þorgerður Katrín segist skilja reiði þeirra sem mótmæla, þetta fólk sé hrætt við að missa vinnuna og svoleiðisGrin

Hún segir jafnframt að mótmæli megi ekki snúast upp í andhverfu sína........hmmmmm..........hefði kannski átt að hugsa aðeins áður en hún greip til svo háfleygs orðfæris??? Ætli maður geti gert kröfu til þess að menntamálaráðherra tali og skilji íslensku?

Þorgerður lýsti einnig þeirri skoðun sinni að ótækt væri að boða til kosninga í því ástandi sem uppi væri. Fyrirgefðu, voru þingmenn ekki fyrst í dag að koma úr rúmlega mánaðar löngu jólafríi??? Ef ástandið er svona grafalvarlegt að ríkisstjórnin verður hreinlega að sitja sem fastast svo allt fari nú ekki til andskotans (og hver er staðan núna aftur?Shocking), hvernig stendur þá á því að menn leyfa sér að taka 40 daga jólafrí??? 

Hr. Árni M. Mathiesen notaði svo tækifærið í dag og lýsti því yfir að hann sæi enga ástæðu til að segja af sér. Flottur Smile.  


mbl.is Mótmæli mega ekki snúast upp í andhverfu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sá einmitt viðtal við einn af þessum anarkistum í dag - Gunnar Þórðarson - Hljómar eins og nafn á meðlim í skríl...

Hættiði að reyna að lýðræðast og leyfiði Geir og co. að aðlagast eftir jólafríið í friði!

Magni (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 23:47

2 Smámynd: Anna Sigga

Hvað er andhverfa mótmæla, Heimir? -Þögn? Hvað?

Ég gerði mér einmitt glaðan dag og bloggaði um uppáhaldið mitt hann Gunna Þórðar -þvílíkt reiður og brjálaður gaur!

Góður orðaleikur magni! 

Anna Sigga, 20.1.2009 kl. 23:57

3 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Já ég hefði einmitt haldið að andhverfa mótmæla væri t.d. þögn.......? Skrýtið að Þorgerður skuli ekki vilja að mótmæli breytist í "ekki mótmæli."

Hún fer stundum aðeins fram úr sjálfri sér þegar hún bregður fyrir sig skrúðmælginni.

Heimir Eyvindarson, 21.1.2009 kl. 00:26

4 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ég held að því miður að þegar mótmælin þróast með þeim hætti sem þau gerðu í gær, að það skaði málstað mótmælanda fremur en hitt...

Flestir mótmælenda eru mér eflaust sammála í því að best er að hafa mótmælin krööftug og fjölmenn, en laus við ofbeldi..

Eiður Ragnarsson, 21.1.2009 kl. 06:33

5 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Vissulega má deila um aðgerðir mótmælenda, ég var nú fyrst og fremst að undra mig á orðfæri háttvirts menntamálaráðherra. Hinsvegar held ég að þingheimur verði að gera sér grein fyrir því að þrátt fyrir að fámennur hópur mótmælenda kunni að haga sér illa á stundum þá eru skilaboð fólksins í landinu skýr.

Heimir Eyvindarson, 21.1.2009 kl. 08:25

6 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Æ hvað ég skil vel að hún Þorgerður katrín skuli skilja svona vel að það sé skiljanlegt að fólk skilji ekki alveg hvernig því beri að skilja skilningsleysi stjórnvalda. Hún er svo skilningsrík!

Soffía Valdimarsdóttir, 21.1.2009 kl. 08:49

7 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Sæll Heimir.
Ég held að meirihluti þeirra sem voru að mótmæla í gær hafi gert það heilshugar og voru með potta og trommur og sköpuðu þannig mikinn hávaða sem heyrðist inn á þingpalla. En það er síðan minnihlutinn sem fær mesta athyglina. Minnihlutinn sem að vill skemma, slást og er jafnvel reiðubúinn að meiða til þess að fá athygli. Bombur sem sprengdar voru þarna í gærkvöldi voru sumar greinilega það öflugar að þær geta skaðað fólk allverulega ef að illa fer. Mótmælin eiga fullan rétt á sér en skrílslætin ekki.

Aðalsteinn Baldursson, 21.1.2009 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband