Ýdalir - Loksins!

Laugardagskvöldið 11. júlí rætist gamall draumur okkar strákanna í hljómsveitinni Á móti sól, þegar við spilum í hinu fornfræga húsi Ýdölum í Þingeyjarsýslu í fyrsta sinn. Ýdalir eru eitt merkilegasta sveitaballahús sögunnar og við hlökkum gífurlega til að spila þar. Þetta verður alvöru sveitaball af gamla skólanum, 16 ára aldurstakmark, flaskan í poka o.s.frv. Smile. Rétt eins og í gamla daga.

Ingó og Veðurguðirnir verða með okkur á ballinu, en þeir eru einmitt að senda frá sér sína fyrstu plötu í næstu viku, og FM957 sér um að kynna kvikindið, gefa miða o.s.frv.

Á leiðinni norður stoppum við á Sauðárkróki, þar sem við verðum með ball hjá Sigga Dodda á Mælifelli. Síðan munum við spila nokkur lög fyrir Landsmótsgesti á Akureyri fyrripart laugardagskvöldsins, áður en við þeysumst í Ýdali.

Sjáumst Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég spilaði einu sinni í Ýdölum, á þorrablóti eða einhverju svoleiðis. Mörg ár síðan það var. Eitthvað á fimmta hundrað manns voru á ballinu, en samt var einhvernvegin eins og það væri galtómt...

Ingvar Valgeirsson, 13.7.2009 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband