You´ll never walk alone

Ekki er maður nú meiri spámaður en svo að maður taldi algjörlega útilokað að sagan gæti endurtekið sig svona rækilega. Ég verð að viðurkenna að alveg þar til Kuyt setti síðasta vítið í netið hjá Chelsea í gær var ég viss um að Chelsea myndi hafa þetta, og einhvernveginn fannst manni United líklegri áður en flautað var til leiks í kvöld.

En það breytir því ekki að 23.maí verður rosalegur úrslitaleikur, og ekki væri nú verra ef úrslitin yrðu þau sömu og fyrir tveimur árum Smile. Þó ég voni nú heilsunnar vegna að hann verði ekki eins svakalega dramatískur, ég er hreinlega ekki viss um að ég myndi þola annan slíkan leik!

 


mbl.is AC Milan í úrslitaleikinn gegn Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Þú getur séð hvernig ástandið er á mínu heimili með því að kíkja á bloggið

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 3.5.2007 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband