Heimsreisa!

Við félagarnir í Á móti sól erum að leggja upp í mini-heimsreisu nú um helgina. Við hefjum leik annað kvöld, fimmtudagskvöld, hjá Árna vini okkar á Útlaganum á Flúðum en það er orðinn árviss viðburður að við komum fram á þeim skemmtilega stað. Við hefjum leik þar um kl. 22.00 og spilum eitthvað fram yfir miðnættið, líklega til 1. Að því loknu stígum við uppí rútu sem flytur okkur til Keflavíkur, eða Sandgerðis raunar, í flugstöð Leifs heitins en þaðan förum við snemma á föstudagsmorgun til London.

Í London er á stefnuskránni að sjá Prince á tónleikum, en hann er einmitt að klára svakalega tónleikaröð í London á föstudagskvöldið. Held að hann sé búinn að spila á 30-40 tónleikum þar í röð, síðan 1.ágúst. Það verður ekki leiðinlegt.

Á laugardaginn höldum við síðan til Hamborgar, þar sem ætlunin er að spila fyrir hestamenn af ýmsu þjóðerni, á stórum búgarði rétt fyrir utan borgina.

Á sunnudagsmorgun liggur leið okkar síðan til gömlu góðu Kaupmannahafnar, þaðan sem við fljúgum að endingu aftur heim Smile.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða ferð!

Heiðrún Dóra (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 13:37

2 Smámynd: Hannes Heimir Friðbjörnsson

Þetta er nú ekkert, Buff er í stúdíói um helgina!! En góða ferð samt, minntu Magna á að lána mér bókina sem hann lofaði mér! hann veit um hvað ræðir.

Hannes Heimir Friðbjörnsson, 20.9.2007 kl. 14:19

3 Smámynd: Anna Sigga

 Þið eruð nú meiri heimsborgararnir!

Anna Sigga, 20.9.2007 kl. 15:26

4 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Have a good trip

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 20.9.2007 kl. 17:05

5 Smámynd: Eiríkur Harðarson

ÚTLAGINN er í GÓÐRI sveit, kemst ekki til að hlusta/dansa/njóta.

Eiríkur Harðarson, 20.9.2007 kl. 20:26

6 Smámynd: GK

Flúðir - London - Hamborg - Köben = Ekki amalegt.

GK, 23.9.2007 kl. 20:59

7 Smámynd: Rúnarsdóttir

Jæja komdu nú með ferðasöguna félagi ...

Rúnarsdóttir, 24.9.2007 kl. 14:17

8 identicon

Plís - segðu mér ALLT um Prince-tónleikana - akkúrat núna þoli ég ekki sjálfa mig  fyrir að hafa ekki aulast til að leggja meira á mig til að ná í miða á tónleikana hans.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband