Vinsælasta lagið á landinu

Jæja þá er kominn tími á smá montfærslu. Langt síðan besserwizzerinn hefur fengið útrás fyrir hégómagirndina, þó ekki á kostnað annarra höfuðsynda.

Eins og ég sagði frá hér um daginn vorum við félagarnir í Á móti sól að senda frá okkur nýtt lag fyrir um 10 dögum síðan og það fær þessar líka fínu viðtökur. Fer beint á topp lagalistans, sem Félag hljómplötuframleiðenda gefur út. Er semsagt mest spilaða lagið á landinu þessa dagana þrátt fyrir að vera nýkomið út. Ég leyfi mér að monta mig smá yfir því, án þess þó að tapa mér.

Við félagarnir erum síðan að fara til Århus um helgina að spila fyrir Íslendingafélagið þar. Það verður ábyggilega ljómandi gaman, eins og alltaf. Nánar síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mátt alveg monta þig af þessu lagi. Þetta er alveg ótrúlega flott hjá ykkur.

Bryndís R (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 17:15

2 identicon

lykke til og god tur!

Heiðrún Dóra (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 18:52

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Takk fyrir textann  og þið eigið allt gott skilið með lagið

Og sa skal du bare snakke dansk

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 6.2.2008 kl. 20:54

4 identicon

Kemur ekkert á óvart. Það er ótrúlegur húkkur í flestu sem þú kemur nálægt í lagasmíðum. Góða ferð

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 21:52

5 Smámynd: Anna Sigga

Auðvitað :) til hamingju ÁMS og sérstaklega þú lagahöfundur kær.

Anna Sigga, 6.2.2008 kl. 23:29

6 Smámynd: Heimir Tómasson

Gott hjá ykkur. ég hef reyndar ekki heyrt lagið ennþá en efast ekki um að þetta sér sígildur ÁMS smellur.

Heimir Tómasson, 10.2.2008 kl. 17:05

7 Smámynd: GK

Alltaf gaman þegar menn þora að monta sig.
Heyrði þetta lag á Bylgjunni í kvöld og leist vel á.
Minnti mig samt á köflum á eitthvað stef með Sálinni... Undir þínum áhrifum eða eitthvað svoleiðis...

En þetta verður ÁMS klassík, til hamingju með lagið (og flottan texta).

GK, 11.2.2008 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband