Liverpool....

...vann sætan sigur á Arsenal í kvöld, og mætir Chelsea í undanúrslitum meistaradeildarinnar. Ég velti því fyrir mér hvað spekingarnir sem hafa lítið gert annað í vetur en að hallmæla Liverpool liðinu og mæra Arsenal segja núna. Tala nú ekki um ef svo fer að Liverpool vinnur meistaradeildina - ekki er Arsenal að fara að vinna neitt!

Annars eiga liðin hrós skilið fyrir góða skemmtun síðustu 7 daga, þetta voru allt hörkuleikir og á köflum spiluðu bæði lið flottan fótbolta.

Og talandi um flottan fótbolta. Ég sá athyglisverða grein á www.Kop.is um "skemmtilega Arsenal og leiðinlega Liverpool", en sá söngur hefur verið óvenju hávær í vetur. Í greininni er bent á nokkrar tölulegar staðreyndir, t.d. að Liverpool hefur skorað fleiri mörk í vetur en Arsenal, meðalaldur þessa bráðunga liðs Arsenal, sem Arsene Wenger segist endalaust vera að byggja upp er svipaður og Liverpool liðsins og svo sá punktur sem mér fannst einna merkilegastur: Á þeim tíma sem Wenger hefur verið með Arsenal hefur liðið fengið fleiri gul og rauð spjöld en nokkuð annað lið í Úrvalsdeildinni! Samt gerir hann varla annað en að væla yfir því hvað hin liðin eru gróf, og hvað allir eru vondir við unglingana sem hann er að byggja upp!

Wenger á reyndar hrós skilið fyrir að breyta Arsenal úr einu alleiðinlegasta fótboltaliði veraldar yfir í léttleikandi og á köflum skemmtilegt lið, það ætla ég ekki að taka af honum. En það breytir því ekki að nú stefnir í sjöunda titlalausa tímabil hans - af ellefu alls! Það er nú ekkert sérstakt Wink.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Þetta er staðfesting á því að ÉG held og hef alltaf hadið með rétta liðinu.

Eiríkur Harðarson, 9.4.2008 kl. 02:01

2 Smámynd: Anna Sigga

Til hamingju, flottur leikur :)

Anna Sigga, 9.4.2008 kl. 15:44

3 identicon

Mikið svakalega var þetta skemmtilegur leikur í gær. Annars hefð líklega verið skemmtilegt að taka heimildamynd af "ekki"áhorfi undirritaðrar sökum taugaveiklunar, húsbandið mátti gjöra svo vel að lýsa leiknum úr stofunni fram í eldhús þar sem ég þóttist ekki mega vera að því að horfa á leikinn, ég væri svo upptekin að elda

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband