Viðburðarík vika

Ég veit vel að tæknilega byrjar vikan á sunnudegi, en ég leyfi mér samt að segja að það hafi verið góður endir á vægast sagt viðburðaríkri viku að horfa á íslenska landsliðið vinna glæsilegan sigur í Svíum í gær. Magni kom til okkar og horfði á leikinn með okkur og hafi hann verið raddlítill þegar hann kom, eftir 3 böll um helgina, var hann ennþá verri þegar hann fór! Svei mér þá ef ég var ekki orðinn tæpur líka Smile. Tek ofan fyrir Guðmundi og strákunum, takk fyrir mig.

Það þarf kannski ekkert að ræða jarðskjálftana, en ég geri það nú samt. Ég var staddur í Grunnskólanum þegar skjálftinn kom, sat við tölvuna mína á efri hæðinni og verð að viðurkenna að mér leist ekkert á blikuna. Dreif mig út og beinustu leið heim, þar sem Auður stóð með símann í annarri og sjónvarpið í hinni! Við fyrstu sýn fannst manni allt í rúst, en þegar maður fór að litast um hjá öðru fólki hélt maður bara kjafti. Við sluppum ótrúlega vel.

Annað er svo sem ekki að frétta í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband