Röfl dagsins

Heimsmarkaðsverð er eitthvað sem enginn ræður við, skilst manni á olíufélögunum og íslenskum stjórnvöldum. Það stjórnar allri verðlagningu á olíu allsstaðar í hinum vestræna heimi og jafnvel þó olíufélögin geri allt sem í þeirra valdi stendur til að sporna við þessu ægivaldi þá er það nú bara þannig að bensínið verður að kosta 179 og dísel 192. Þessvegna finnst mér dálítið skrýtið að sjá að í Danmörku, þar sem ég spóka mig nú í heljarinnar hedebölge, kostar díselið heldur minna en bensínið. Rétt eins og tíðkaðist á Íslandi lengi vel. Það væri gaman að vita hvaða séríslensku aðstæður eru þess valdandi að dísellítrinn þarf að vera 13 krónum dýrari en bensínlítrinn........

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar eruð þið? Hvernig er hjá ykkur? Bústaðurinn góður? Krakkarnir ánægðir? Þið Auður lukkuleg? ísinn góður...

Heiðrún Dóra (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 18:28

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ja, hvaða sérdönsku aðstæður valda því að bensínið er sumstaðar ódýrast á mánudögum? Þannig var það allavega fyrir fáum árum...

Annars er skattlagning á ökutæki öðruvísi í Danaveldi, skattar á bíla eru miklu hærri en lægri á eldsneytið. Skoðaðu verð á bílum, það er tótallí át of a ká!

Ingvar Valgeirsson, 9.6.2008 kl. 23:34

3 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Dóra: Það kemur í næstu færslu.........kannski

Ingvar: Þessi þjóð er náttúrlega tilboðasjúk, þannig að það kemur mér ekkert á óvart að það séu tilboðsdagar á bensíni! Varðandi bílverðið þá er það alveg rétt hjá þér. Það er mjög norskt (semsagt alveg út úr kortinu) og hefur verið svo lengi sem ég man eftir mér. Bílar eru heldur ekki það eina sem er dýrt hérna, það er hellingur af vörum og þjónustu sem er dýrara hér en heima.

Heimir Eyvindarson, 10.6.2008 kl. 06:42

4 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Hélt að við töluðum fyrst um veðrið svo um verðið !!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 10.6.2008 kl. 10:34

5 Smámynd: Anna Sigga

there you have it! Djók...!

Anna Sigga, 10.6.2008 kl. 10:37

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Varðandi verðið í DK og svo hér, þá virðast menn bera gjarnan saman tilboðsverð í Danaveldi og verð í Hagkaup hér heima. Maður er svolítið fljótur að sjá þarna úti að það er ekki svo mikill munur og sumt jafnvel mun dýrara.

Svo, varðandi eldsneytisverð, þá er viðhald á vegum miklum mun ódýrara í Danaveldi, enda fá fjöll að fara yfir. Hluti eldsneytisverðs hér heima fer einmitt í vegagerð - oft rándýra vegagerð fyrir ákaflega fámenn byggðalög reyndar.

Ingvar Valgeirsson, 13.6.2008 kl. 12:25

7 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Danir eru tilboðasjúkir og það er klárt mál að þeim stendur ansi oft til boða að kaupa vörur á mjög góðu verði. En það er afskaplega auðvelt að fá vörur á svipuðu verði og hér heima ef maður labbar inn í næstu búð og er ekki búinn að tékka á tilbudsavisen. Kannski vantar það einmitt hér hjá okkur að við séum dálítið vakandi yfir góðum tilboðum, er ekki alltaf verið að tala um það? En þá verða kaupmenn að breyta sínum hugsunarhætti og bjóða alvöru tilboð, hætta að keppast við að blekkja okkur.

Varðandi vegina þá má nú heldur ekki gleyma því að hraðbrautirnar í Danmörku eru talsvert betri en þjóðvegirnir hér. Þjóðvegur 1 er náttúrlega bara í sama klassa og danskur sveitavegur. En vissulega þurfa þeir ekki að fara yfir fjöll og firnindi með vélarnar sínar. Það er rétt.

Heimir Eyvindarson, 17.6.2008 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband