Danska sveitasælan

Við litum aðeins upp úr upptökunum í gær og horfðum saman á Spánverja tryggja sér Evrópumeistaratitilinn með frábæru marki frá gulldrengnum Torres. Við bölvuðum Aragones ansi hressilega, allir í kór, þegar hann leyfði sér að taka Torres út af enn eina ferðina! Ótrúleg ákvörðun, en kom ekki að sök sem betur fer. Í dag hefur síðan mestur tími minn farið í að koma tölvunni minni í gagnið aftur, með dyggri aðstoð Baldvins, en mackinn hætti snögglega í hljómsveitinni í gær. Ég hef enda alltaf sagt að mac sé ofmetið rusl. Ég setti nokkrar myndir inn á síðuna héðan úr Lundgaard, m.a. af flyglinum dásamlega sem ég fæ stundum að spila á. Bið að heilsa í bili.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Flottur flygill

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 1.7.2008 kl. 22:38

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Þu varst aleinn og skælbrosandi i 24 stundum í morgun held ég frekar en Mogganum - allt Makkanum þínum að þakka!!!

Soffía Valdimarsdóttir, 2.7.2008 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband