Þetta er orðið gott

Hr. Björn Bjarnason hefur enn einu sinni opinberað eðli sitt fyrir þjóðinni. Allar hugmyndir um það hvernig má koma manninum frá eru vel þegnar. Ekki stinga upp á að strika hann út í næstu kosningum, það hefur verið reynt Sick.

Ef einhver broddur væri í þingmönnum Samfylkingarinnar myndu þeir mótmæla síðasta útspili Björns kröftuglega. Þeir geta ekki verið stikkfrí í máli Kenýamannsins Paul Ramses, sem af fréttum að dæma hefur ekkert til saka unnið annað en að taka þátt í stjórnarandstöðu í sínu heimalandi. Björn Bjarnason starfar jú að hluta til í skjóli Samfylkingarinnar.

Í skjóli Samfylkingar starfar einnig Geir Haarde, sem virðist algjörlega ráðalaus þegar kemur að því að leysa efnahagsvanda þjóðarinnar. Síðasta bullið í honum, að jafnvel væri skynsamlegra að taka upp dollar en evru er t.a.m. hlægilegt. Sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að maðurinn er hagfræðingur, eins og einhver bloggarinn benti á Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Veistu, Samfylkingin er því miður eins og meðvirkt barn alkhólista. Vill engan styggja og engan hryggja og gerir þess vegna ekki neitt. Við erum illa svikin.

Soffía Valdimarsdóttir, 6.7.2008 kl. 14:04

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hvað er svona vitlaust við að taka upp notkun dollarans? Við getum notað hann eins og mörg önnur ríki utan BNA gera og þurfum ekki að ganga í nýmóðins Sovétríki til þess að taka hann í notkun. Svo, þegar og ef við vildum ekki nota hann lengur gætum við bara hætt því án þess að nokkur gerði nokkuð eða yrði fúll.

Svo er jú helmingur Íslands í Ameríku, svona landfræðilega...

Ingvar Valgeirsson, 6.7.2008 kl. 20:42

3 identicon

Reyndar held ég að Sjálfstæðismennirnir sem ekki þola að talað sé um evru og ES aðild séu komnir í mjög þrönga stöðu. ég hef líka á tilfinningunni að þetta séu fyrst og fremst Davíð og Björn Bjarna sem halda þessari umræðu í heljargreipum innan flokksins.

Mál Kenýamannsins er náttúrulega ekkert annað en hneisa fyrir þá sem ráða þessum málum og við öll sem þjóð sitjum uppi með ljótan stimpil fyrir ómannúðlega afgreiðslu þessa máls.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 21:13

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Anna - af hverju eru Sjallarnir í þröngri stöðu? Þeir hafa margoft sagt að aðild sé ekki á dagskránni og ef samstarfsflokkurinn skilur ekki merkingu orðsins "nei" er það eitthvað sem þeir verða að eiga við sjálfa sig. Er ekki Samfylkingin eini flokkurinn sem hefur ESB á efnisskránni? Sjallarnir segja nei, VG segja nei, Frjálslyndir eru harðari á nei-inu en Sjallarnir og Framsókn eru bæði með og á móti.

Ef ESB-aðild er því úrslitamál er nokkuð ljóst að það er ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem þarf að kvíða stjórnarslitum.

Ingvar Valgeirsson, 7.7.2008 kl. 18:15

5 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Flott föt - sama röddin sagði kollegi einu sinni þegar söngvari mætti uppstrílaður í nýjum jakka á tónleika. Það á ágætlega við um stjórmálamenn sem minna uppá síðkastið á leikara í leikuppfærslur í anda Maós. Stjórnmálamenn leika hlutverk sín af kostgæfni með flokkssamhyggðina að leiðarljósi, syngjandi sama hjáróma sönginn, skjálfandi á beinunum við þá hugsun eina að gera mistök og við það falla í ónáð hjá forystunni. Ég er að horfa uppá þetta leikrit í fullri lengd í heimabæ mínum og sé að það er leikið fyrir fullu húsi um allt land. Framkoma yfirvaldsins við erlenda fjölskyldu í neyð kemur ekki á óvart. Litlir bláskuggar skríða nú fram úr hverju horni og verja gerðina á þeirri aumu forsendu að farið hafi verið í einu og öllu eftir lögum. Taglhnýtingar bláskugganna samsinna næstum því öllu því að þeir fá að vera memm. Annars ætti það varla að vefjast fyrir stjórnmálamönnum að beygja lagabókstafinn aðeins til meðan fólkinu er komið til bjargar.  Allavega eru þeir í góðri æfingu.  

Pálmi Gunnarsson, 9.7.2008 kl. 02:03

6 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Soffía: Veistu, ég held því miður að þetta sé alveg rétt hjá þér.

Ingvar: Vissulega erum við ansi nálægt því að vera í Ameríku og eins er hugsunarhátturinn hér oftar en ekki nær Ameríku en Evrópu, ef út í það er farið. Það hefur auðvitað sína kosti og galla, rétt eins og ESB. Evran hefur hinsvegar verið talsvert stöðugri og áreiðanlegri gjaldmiðill en dollarinn undanfarin misseri og auk þess er hún nú þegar í talsverðri notkun í viðskiptalífinu hér á landi þannig að út frá því finnst mér allt tal um að taka frekar upp dollara en evrur fráleitt. Eða bara leitt, sérstaklega þegar það kemur frá manninum sem á að leiða okkur út úr þeim erfiðleikum sem við okkur blasa.

Anna: Dreggjar Davíðs eru Sjálfstæðisflokknum þungar í skauti þessa dagana. Það er alveg óþolandi að flokkurinn þráist áfram við að neita svo mikið sem að ræða Evrópumálin. Það var hinsvegar lélegt hjá Samfylkingunni að setja þau mál ekki skýrar á oddinn í stjórnarmyndunarviðræðunum. Björn Bjarnason þurfum við ekki að ræða, hann er smánarblettur á íslensku samfélagi.

Pálmi: Vel mælt. Það er einmitt einkennilegt hve illa gengur að beygja lagabókstafinn í "réttar áttir", t.d. gengur einkennilega illa að endurskoða eftirlaunafrumvarpið. Eins og það var annars létt og löðurmannlegt verk að koma því á.

Heimir Eyvindarson, 9.7.2008 kl. 17:53

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það er mun auðveldara að taka upp dalinn en evruna. Talsmenn ESB hafa sagt að ekki sé hægt að taka upp evru nema að ganga í sambandið. Það sýnist mér ekki vera góður kostur. Dollarann er okkur víst frjálst að nota án frekari skuldbindinga.

Svo er alls ekki rétt að Sjallarnir neiti að ræða Evrópumálin. Þau eru löngu rædd í flokknum og löngu komin sú niðurstaða að flokkurinn sé ekki hlynntur aðild að sambandinu. Hinsvegar eru þeir oft sakaðir um að neita að ræða Evrópumálin af því að þeir vilja ekki ganga í sambandið. Það þykir mér skrýtinn málflutningur, enda á ekki að stökkva í eitthvað sem erfitt, jafnvel ógjörningur, er að komast úr.

Ingvar Valgeirsson, 11.7.2008 kl. 10:57

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Datt svo í hug að benda á þetta.

Ingvar Valgeirsson, 16.7.2008 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband