Hvað segir Bjarni Harðar núna?

Bjarni Harðarson alþingismaður mærði krónuna mjög í pistli sínum um daginn og sagði að ef við hefðum verið svo ógæfusöm að taka upp evru þá væru viðskiptabankarnir allir við það að fara á höfuðið núna! Við værum hins vegar svo heppinn að hafa krónu og það væri sveigjanleiki hennar sem gerði það að verkum að hin alþjóðlega lánsfjárkreppa næði ekki að drepa atvinnulífið.

Það er nefnilega það!

Við þetta má bæta að u.þ.b. 600 fyrirtæki hafa farið á hausinn það sem af er árinu og því er spáð að þau verði a.m.k. 1100 þegar árið er úti. 

Afhverju hringir enginn í Bjarna og spyr hann út í þessa stöðu? 


mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held ad vinur minn Bjarni Hardar segi bara allt gott núna. Eins og hann beri einhverja ábyrgd á tessu ástandi ! Eda ad tetta ástand sé eitthvad séríslenskt. Fylgist tú ekki med um alla Evrópu ríkir ongtveitis ástand í bankamálum og efnahags- og atvinnumálum. Ísland sker sig úr med 3 atridi. Gengi íslensku krónunnar hefur fallid meira en flestra annarra gjaldmidla. 2. Fjolda atvinnuleysi hefur ekki enn a.m.k. haldid innreid sína, ofugt vid lang flest Ríki ESB -ar sem atvinnuleysi er vída ordid grídarlegt, eda allt uppí tad ad 20 til 30% vinnufaerra manna séu án atvinnu. Annad er óskop svipad, s.s. fjoldagjaldtrot fyrirtaekja og einnig bankakrísur og tjódnýtingar sumra bankanna. Ég held persónulega ad tad sé mun betra ad taka snogga dífu nidur eins og gengi krónunnar og efnahagslaegdin er ad gera núna, heldur en stefna í langvarandi stórkostlegt atvinnuleysi og hormungar sem tví fylgja. Vid rísum bara mun fyrr upp fyrir bragdid!   

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 10:54

2 Smámynd: Ellert Júlíusson

Það er óskandi að þú mælir sannleikann Gunnlaugur!

Bjarsýni er eitthvað sem að skortir meira í þessu landi heldur en lausafé og það er einmitt skortur á henni sem veldur því að fólk leggur niður laupana og allt fer á versta veg.

Ellert Júlíusson, 29.9.2008 kl. 11:01

3 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Ég sagði ekkert um það að Bjarni bæri sérstaka ábyrgð á ástandinu Gunnlaugur minn! Hann hinsvegar hélt því fram í síðustu viku að það að við hefðum krónu en ekki evru gerði það að verkum að íslensku bankarnir stæðu traustum fótum! Það er það sem ég er að vísa til, ekkert annað. Vertu velkominn með innlegg, en fyrir alla muni ekki leggja mér orð í munn.

Heimir Eyvindarson, 29.9.2008 kl. 11:07

4 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Þýðingarlaust tel ég að vera að skammast yfir evru eða krónu, þegar það er ekki á dagskrá. Bjarni greyið er soddan kjaftaskúmur og hefur álíka vit á gjaldeyrismálum og ég.

Segi bless í BILI.

Eiríkur Harðarson, 29.9.2008 kl. 13:25

5 Smámynd: Bjarni Harðarson

kjaftaskúmurinn bjarni verður víst að vera með í þessari umræðu,- já það er rétt heimir að ég hélt því fram að krónan hefði bjargað atvinnulífinu frá hörmungum og þar á meðal bönkunum -  til þessa. nú er einn þeirra samt farinn. ég held að það sanni það sem ég hef sagt að ef við hefðum ekki haft krónuna væru fleiri farnir - úr því að sá veikasti fellur þrátt fyrir þann sveigjanleika sem innlendur gjaldmiðill gefur. þegar kratar og frjálshyggjudrengir halda því fram að miklu betra sé að gengið væri fast og þeir sem ekki standast gengið fari strax á hausinn þá gleymist sömu mönnum að gjaldþrot lenda alltaf á ríki og almenningi. atburðir dagsins í dag staðfesta það. það að til dæmis danir skuli fyrr lenda í hremmingum vegna gjaldþrota banka heldur en íslendingar er algjörlega öndvert þeim jarðvegi að íslenskir athafnamenn hafa verið margfalt meiri glannar en þeir dönsku. (það eru ekki til nein lyf við glannaskap enda hefur hann ekki bara galla heldur líka marga þá kosti sem evrópumönnum sannarlega vantar) síðasta bloggi mínu um þetta var ætlað að vekja athygli á þessu og þetta vitum við eiríkur! bið að heilsa tungnamönnunum heimi og gunnlaugi og öðrum sem taka þátt í þessari umræðu.

Bjarni Harðarson, 29.9.2008 kl. 21:14

6 Smámynd: Ólafur Björnsson

Alltaf eru það Tungnamenn sem eru vitrastir! Þeim þarf að fjölga á þingi og helst ríkisstjórn, þá kæmist gangur í þetta. En að öllu gamni slepptu þá er ljóst að krónan er of lítill gjaldmiðill til að standast það viðskiptasiðferði sem nú tíðkast í heiminum, og því er óhjákvæmilegt annað en að tengjast sterkari mynt, sem spákaupmenn og braskarar geta ekki leikið sér með. En hvaða mynt og hvernig? það er verkurinn.

Ólafur Björnsson, 29.9.2008 kl. 23:49

7 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Já kæru sveitungar, víst er að ef einhverjir fara nærri því að hafa rétt fyrir sér þá eru það Tungnamenn. Það vitum við allir mæta vel. En það er þó alveg ljóst að okkur greinir á í þessu tiltekna máli.

Ég er sammála Óla í því að krónan hentar okkur ekki við núverandi aðstæður. Að sama skapi hugnast mér hreint ekki allt sem boðið er upp á í ESB, þannig að þetta er vissulega verkur já.

Við Bjarni erum líka sammála um margt, en hreint ekki þetta. Og ég fer ekki ofan af því að mér finnst fáránlegt að þakka sveigjanleika krónunnar að ekki sé verr fyrir okkur komið. En það er jú bara mín skoðun, og ekki er ég rétthærri öðrum Tungnamanni - það gengur ekki upp í þeirri sósíalísku sveit

Ég er ekki einu sinni viss um að það gangi upp að kalla þann hlut sveigjanlegan sem beygist aðeins í aðra áttina, en það er önnur saga.

Vissulega er það rétt hjá þér Bjarni að gjaldþrot lenda á endanum á almenningi með einum eða öðrum hætti, en ég er samt þeirrar skoðunar að ef við hefðum borið gæfu til að kasta krónunni fyrir nokkrum árum síðan væri einmitt sá almenningur sem þú vísar til ekki jafn illa staddur og hann er í dag. Má þá einu gilda hvort Marie Antonette hafi í fyrndinni fjasað um kökur, eða Egill í Brimborg hafi fengið það út að bolli af Cappucino myndi kosta 930 krónur ef hér hefði verið tekin upp evra.

Að öðru leyti held ég að við séum sammála um býsna margt og þakka þér og öðrum Tungnamönnum kærlega innlitið .    

Heimir Eyvindarson, 30.9.2008 kl. 00:20

8 identicon

Sælinú gott fólk.

 "þá gleymist sömu mönnum að gjaldþrot lenda alltaf á ríki og almenningi."

Ég held að velflest vitum við þetta, Því þau lenda allta á ríki OG ÞAR AF LEIÐANDI á almenningi!!  Og nú er komið að því.

Athyglivert að fulltrúadeild bandaríkjaþings felldi Bail-out tillöguna, í dag.   Þar er nú kvartað yfir vöntun á regluverki utan um hinn "frjálsa" markað.   Hvar gætu nú þessar 700 Skrilljónir endað, eða í vösum hverra?  Þeir reyna kannski aftur í Janúar, næstkomandi??

 Ég hef af því litlar áhyggjur, hæstvirtur Harðarson, hvort að Danskir bankar séu í meiri vandræðum en okkar bankar.   Dollarinn fellur nefnilega frekar hratt, en okkar ástkæra og ylhýra fellur enn hraðar.  En Dönsk króna = 19,146.    Hmmmm......

 Golli.

Golli (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 00:28

9 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já þetta er svona álíka gáfulegt allt saman og það sem hrökk upp úr kerlingunni sem var sokkin upp að höndum í fjóshauginn en hún sagði þá sisona: Ja mikð lán er yfir mér Gvendur minn að ekki skuli gera haglanda og ég svona húfulaus..................

Ég hef ekki hugmynd um hvor er betri krónan eða evran en hitt veit ég að við almenningur höfum verið höfð að fíflum eina ferðina enn af misvitrum frjálshyggju-fjöndum og munum þurfa að borga brúsann hvað sem tautar og raular.

Soffía Valdimarsdóttir, 30.9.2008 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband