Ekki skila auðu

Ég ætla ekki að skrifa hér landsföðurlegan pistil um ábyrgðina og forréttindin sem fylgja því að hafa kosningarétt, en mig langar að beina orðum mínum að þeim fjölmörgu sem vita ekki enn hvað þeir ætla að kjósa á laugardaginn. Eru hundóánægðir með flestallt sem er í boði.

Úrræði íslenskra kjósenda til að láta óánægju sína í ljós eru ekki mörg.

Sumir hafa brugðið á það ráð að halda tryggð við flokkinn sinn, en strika út frambjóðendur sem hafa staðið sig á einhvern hátt fáránlega illa - eða mönnum hugnast ekki að kjósa af einhverjum öðrum ástæðum.Sjálfstæðismenn strikuðu t.d. þá Árna Johnsen og Björn Bjarnason út í stórum stíl (um 20% hvorn) í síðustu kosningum.

arnij_835239.jpg

 Það ráð dugði bara ekki nægilega vel, því jafnvel þótt útstrikanirnar væru nógu margar til að færa þá kumpána niður um sæti á listum sínum þá svaraði flokkurinn óánægjuröddum fólksins með því að verðlauna annan þeirra með ráðherraembætti!

bjornb.jpg

Annað ráð sem sumir hafa gripið til er að sitja heima á kjördag. Til að mynda voru ansi margir sem gerðu það í síðustu kosningum, en kjörsókn var þá sú versta frá upphafi held ég. Eitthvað í kringum 80%. Í því að sitja heima felast vissulega einhver skilaboð, en þau eru alls ekki nægilega sterk.

Þriðja leiðin er að skila auðu. Það eru skýr skilaboð til flokkanna um að sá sem kýs vilji nýta kosningarétt sinn, en sjái hinsvegar enga ástæðu til að kjósa neinn þeirra flokka sem í boði eru. Svona svei ykkur skilaboð. Alveg ljómandi góð.

Gallinn við þessa leið í kosningunum sem nú fara í hönd er að með því að skila auðu er engu komið til leiðar. Nema skilaboðum um óánægju. Og þar sem óánægja fólks hefur í vetur að mestu snúist um stjórnarhætti gömlu flokkanna og fólk hefur kallað ákaft eftir breytingum þá má færa fyrir því rök að auð atkvæði komi gömlu flokkunum til góða.

Fjórða leiðin er að kjósa annað af nýju framboðunum, þ.e. Lýðræðishreyfingu Ástþórs eða Borgarahreyfinguna. Alltaf þegar ný framboð hafa komið fram þá hafa gömlu flokkarnir komið sér saman um að reka þann hræðsluáróður, að það að kjósa nýju framboðin jafngildi því að kasta atkvæði sínu á glæ. Því miður hefur nokkuð verið til í þessu því kosningakerfð hér á Íslandi hefur gert nýjum framboðum afar erfitt fyrir. 

Nú er staðan hinsvegar sú að samkvæmt skoðanakönnunum á annað þessara framboða raunhæfa möguleika á að fá nokkra fulltrúa kjörna, því Borgarahreyfingin virðist vera með í kringum 6-7% fylgi á landsvísu. Þessvegna hvet ég alla þá sem ætla sér ekki að mæta á kjörstað -eða að skila auðu - að íhuga þann kost að setja X við Borgarahreyfinguna á laugardaginn.

Sjálfur hef ég ekki að fullu gert upp hug minn, en ef ég verð jafn ráðvilltur á laugardaginn og ég er í dag mun ég setja X við O.


mbl.is Dregur saman með flokkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Búinn að skila auðu kúturinn minn, það kemst bara vonandi til kjörnefndar áður en talningu lýkur....

Heimir Tómasson, 23.4.2009 kl. 00:44

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Autt er dautt í þessum kosningum og ég segi..xo er lifandi atkvæði fyrir lýðræðið og mjög skýr skilaboð til stjórnvalda um að spillingu og vanefndum verður að linna.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.4.2009 kl. 10:02

3 identicon

Gott innlegg gamli.   Það er eiginlega alveg ómögulegt að skila auðu þrátt fyrir að einhvers konar yfirlýsing sé fólgin í því.   En við vitum nú alveg hvernig stjórnmálamenn munu túlka það sér í hag og benda á að auðu atkvæðunum hafi nú ekki verið beint til þeirra, heldur hinna!  Rétt er það, maður hefur sjaldan verið jafn óákveðinn, en ég nota útilokunaraðferðina...hverja kýs ég ekki, og það er auðveldara:  Ekki(aldrei) Sjallana, ekki(aldrei) Vinstri Græn og ekki Samfó.  Það er hreint með ólíkindum hvað Samfó telur sig hafa hreinan skjöld í öllum málum og ekki síst Bjöggi.  Nú síðast kemst upp um þau hvert á fætur öðru varðandi styrki frá fyrirtækjum...þau sem hafa státað sig af því að hafa staðið að leitt umræðuna um endurskipulag fjármála stjórnmálaflokka! 

Jæja, ekki verður það Framsókn þó ég hafi stundum stutt þau.  Það er ennþá skítlalykt þar á bæ og verður ekki hreinsuð út á 2 árum....þau þurfa mörg ár í hundahreinsum til viðbótar. 

Hvað er eftir?  Mér þykir leitt að Frjálslyndir strokist út en þeir eru haldnir sjálfseyðingarhvöt á háu stigi og hafa rústað sér innan frá.  Að öllu eðlilegu hefði þetta ástand átt að vera þeirra tækifæri en ekki útrýming, sem það verður.

Þá er það Borgarahreyfingin eða Lýðræðishreyfingin.   Það er nett Frjálsyndrasyndrom í Ástþórsbatteríinu  sem leiðir mann að Borgó, eða hvað??  Ég vil breytingar, þær koma ekki með flokksklíkunum, það er alveg pottþétt.    Verður maður ekki að trúa á að nýtt fólk komi breytingu í gagnið?   Hún væri þá nánast til einskis þessi búsáhaldabylting ef allt fellur í sama farið.

Rilli (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 11:03

4 Smámynd: Heimir Tómasson

Ég hef sagt áður og segi enn að það eina sem að getur komið einhverjum breytingum á er alger umbylting kosningakerfisins, ekki einhverjir flokkar. Það kemur nákvæmlega ekki neitt til með að breytast fyrr en einstaklingskosningar verða teknar upp. Punktur.

Heimir Tómasson, 23.4.2009 kl. 14:45

5 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Já það er erfitt fyrir marga að kjósa núna og það er vel skiljanlegt.

ég vil þó benda á það að hvergi hefur verið tekið jafn mikið til og innan Framsóknar og tillaga þeirra um stjórnlaga þing og nýtt kosningafyrirkomulag í kjölfarið á því.

ég kaus Framsókn í síðustu kosningum með hálfum hug, en núna geri ég það af fullum hug og ég trúi því að okkur hafi tekist að taka verulega vel til og við ætlum að halda því áfram.

Eiður Ragnarsson, 23.4.2009 kl. 22:27

6 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Nafni: Skil þig vel og er sammála þér með einstaklingsfyrirkomulagið. Við verðum að finna eitthvað betra kerfi. Ert þú ekki tölvugúrú? Þú ferð í málið

Katrín: Gangi ykkur vel .

Rilli:Djöfull er gaman að heyra frá þér, orðið allt of langt síðan. Þurfum að fara að taka stöðuna. Þú hefur auðvitað lög að mæla, eins og oftast.

Eiður: Ég vona að það sé rétt hjá þér að framsókn hafi í rauninni breyst. Mér sýnist allavega að margt horfi þar til betri vegar. Hér í suðurkjördæmi virðist mér t.d. að þið hafið mjög frambærilegan mann í 1. sæti.

Heimir Eyvindarson, 23.4.2009 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband