Hvað hræðist VG?

VG er við það að missa allan trúverðugleika í þessu máli, eins og svo mörgum öðrum. VG hafa marg lýst því yfir að þeir gangi í takt við þjóðina í Evrópumálum, vegna þess að þjóðin vilji ekki fara inn í ESB. Í ljósi þess er það einkennilegt að þeir séu ekki tilbúnir til þess að vinna málið eins og fullorðnir menn; fara í aðildarviðræður og láta þjóðina síðan kjósa um málið. Ef þeir eru svona vissir um að þjóðin muni hafna ESB þá er það magnað að þeir séu tilbúnir til þess að setja stjórnarsamstarfið í hættu með landsfrægum ósveigjanleika sínum.

Við hvað eru þeir hræddir? Það skyldi þó ekki vera að þeir hræddust það að út úr aðildarviðræðunum kæmi allt annað en þeir hafa verið að básúna í endalausum hræðsluáróðri sínum undanfarin ár?


mbl.is Óbrúuð gjá í ESB-máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Heimir þeir lofuðu í kosningunum að vera á móti og þeir geta ekki rofið þann trúnað við kjósendur, það voru margir sem kusu þá vegna andstöðu þeirra við EB ef þeir ætla að vera sjálfum sér  trúir þá er það svo umfram annað.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 27.4.2009 kl. 08:32

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Það er rétt Jón að andstaða Vinstri grænna er afdráttarlaus, í þessu máli sem fleirum . En þeir hafa þó gefið það út að þjóðin eigi að fá að kjósa um málið, þannig að trúnað við sína kjósendur rjúfa þeir ekki þótt þeir fallist á aðildarviðræður og þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfarið. 

Þeir hafa hinsvegar ekki gefið það skýrt út hvort þeir vilja einfalda eða tvöfalda atkvæðagreiðslu, en það sér það hver heilvita maður að tvöföld atkvæðagreiðslu er bara fíflaskapur. 

Það skyldi þó ekki vera að þeir óttuðust allt í einu afstöðu þjóðarinnar, í ljósi úrslita kosninganna?

Heimir Eyvindarson, 27.4.2009 kl. 09:47

3 identicon

Rólegur, rólegur. Þetta kemur allt saman, hef enga trú á öðru.

Njörður (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 23:03

4 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sælir félagar

Atli virðist vera í sama fasa og venjulega: móti punktur og aukapunktur.

Kemur alls ekki á óvart, ef mig misminnir ekki því meira þá kallaði Guðni Ágústsson VG-inga þvergirðinga hina mestu í frægri eldhúsdagsræðu og þar rataðist honum svo sannarlega satt á munn.

Staksteinar Moggans hafa verið að hæðast að þvermóðsku Steingríms og félaga að undanförnu og þó að ég sé ekki neinn aðdáandi íhaldsins, er margt til í því sem þar er dregið fram.

Held að ekki verði neitt grín að vinna með þessum mannskap

Ingimundur Bergmann, 28.4.2009 kl. 18:20

5 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Þetta er mjög einfalt, Samfylkingin fær sitt í gegn, og VG treysta á að þetta verði ekki samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu...

Við þennan gjörning tapa VG sinni sérstöðu sem þeir hafa haft, það er að vera algerlega ósveigjanlegt stjórnmálaafl sem ekkert gefur eftir og í kjölfarið tapa þeir þeim 5 þingmönnum sem að þeir bættu við sig í þessum kosningum, og sennilega meir, en hvert það fer í næstu kosningum er erfitt að segja, sennilega fær D eitthvað Framsókn eitthvað pínulítið og restin fer á Samfylkingu og Borgaraframboðið eða hvað það nú heitir aftur.

Bara svona vangaveltur....

Eiður Ragnarsson, 28.4.2009 kl. 19:41

6 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Og eitt enn, það verður kosið innan þriggja ára á ný, og stjórnin springur út af einhverjum mun minna máli en ESB

Eiður Ragnarsson, 28.4.2009 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband