Færsluflokkur: Menntun og skóli
Ég röflaði um það fyrir rúmum mánuði að reglur orlofssjóðs KÍ væru þannig að ég fengi ekki að velja mér sumarbústað fyrr en 5 vikum eftir að þeir sem hafa verið lengur í félaginu væru örugglega búnir að velja sér bestu bitana.
Í gær voru þessar 5 vikur loksins liðnar og það fór eins og ég hafði búist við. Það er ekkert laust nema á Larfanesi! Það eina sem er laust á Suðurlandi í sumar er t.d. tveggja herbergja blokkaríbúð á Laugarvatni. Það hljómar gríðarlega spennandi.
Ætli maður geti sótt um að fá að borga meira í félagið - svona til að sýna smá þakklætisvott?
Menntun og skóli | 21.4.2008 | 00:58 (breytt 5.7.2008 kl. 23:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég hef starfað sem kennari/leiðbeinandi s.l. 3-4 ár og líkað starfið býsna vel. Svo vel raunar að ég er nú í óðaönn að afla mér réttinda, svo ég verði fullgildur kennari. En eins og ég minntist aðeins á í síðustu færslu hef ég alvarlega verið að velta því fyrir mér upp á síðkastið hvort það er nú nokkur glóra í því.
Mér finnst t.d. grátlegt hvað stéttarfélag okkar er vonlaust batterí. Ég hef borgað félaginu, í formi stéttarfélagsgjalda, u.þ.b. 50 þúsund á ári s.l. 3 ár, eða samtals 150 þúsund krónur. Hvað fæ ég í staðinn? Jú ég fæ t.d. að leigja mér rándýran sumarbústað þegar allir hinir eru búnir að velja sér, eins og ég minntist á í gær, og ég fæ niðurgreiddan kostnað við tannviðgerðir.
Ég spurðist aðeins fyrir um þær reglur í dag og mér skilst að það fúnkeri þannig að fari kostnaðurinn yfir 80 þúsund borgi KÍ 25% þess kostnaðar sem umfram er. Þannig að ef maður borgar 100 þúsund í tannlækningar borgar KÍ 25% af 20 þúsundunum sem umfram 80 kallinn eru! Samtals 5000 krónur, og af þeim þarf maður síðan að greiða skatt! Það er nú öll dýrðin.
Síðan má ekki gleyma því að stéttarfélagið sér mér fyrir mönnum til að semja um launin mín fyrir mig. Svokallaðri samninganefnd. Ég hef nú fylgst lengi með kjaramálum kennara og fæ ekki séð að þessi nefnd hafi unnið nein stórvirki . Sannast sagna skil ég almenning mjög vel að líta stétt sem velur sér svona fólk til að semja fyrir sig ekki neinum sérstökum virðingaraugum.
S.l. vetur var t.d. ákveðið að nota ekki tækifærið meðan uppsveiflan var enn til staðar, og menn töluðu fremur í milljörðum en krónum, til að leiðrétta kjör stéttarinnar. Nei. Mannvitsbrekkurnar og markaðsfræðingarnir í samninganefnd kennara ákváðu að bíða í eitt ár. Allan þann tíma hafa kennarar verið með umtalsvert lægri laun en sambærilegar stéttir, t.d. leikskólakennarar. Bravó!
Ég gæti lengi haldið áfram að tuða um ágæti" KÍ en ég ætla ekki að gera ykkur það. Ég verð samt að minnast á það að sambandið virðist skorta alla markaðshugsun". Eitt lítið dæmi í því sambandi er t.d. það að leggja upp í enn einar kjaraviðræðurnar með Eirík Jónsson í broddi fylkingar. Nú er hann eflaust vænsti maður, og flestum öðrum reyndari í kjaraviðræðum, en það breytir bara engu. Fólk er fyrir löngu búið að fá nóg af honum, og ég er þess alveg fullviss að almenningur snýst ekki umsvifalaust á sveif með kennurum næst þegar Eiríkur birtist á skjánum. Því miður. Ekkert illa meint.
Kjaramál snúast nefnilega að svo stóru leyti um almenningsálitið. Það að meirihluti þjóðarinnar sé á móti launakröfum svo stórs hóps sem kennarar eru, eins og of oft hefur komið fyrir, hefur t.d. bein áhrif á það hvaða afstöðu ráðamenn taka. Mér er það t.d. minnisstætt þegar Kjartan Ólafsson þingmaður sunnlendinga steig í pontu á Alþingi í miðri vinnudeilu kennara og fullyrti að kennarar ynnu ekki nema 130-140 stundir á mánuði, meðan annað fólk ynni 200-250 stundir! Slíkt bull er mér til efs að menn leyfðu sér að bera á borð ef meirihluti almennings hefði fullan skilning á stöðu kennara, og tæki afstöðu með þeim.
Svipaðar rangfærslur var að finna í athugasemd góðrar vinkonu minnar við síðustu bloggfærslu mína. Ég lái henni ekki að fara með rangt mál, þegar þingmenn gera það líka. Staðan er einfaldlega þannig að KÍ hefur algerlega mistekist að bæta ímynd kennarastéttarinnar, og virðist vera algjörlega ráðþrota í þeim efnum. Þessvegna þurfum við enn um stund að sitja undir slíkum þvættingi.
Ég er ekki sérfróður í kjaramálum kennara, skeyti raunar lítið um hvað ég hef í kaup. Enda er ég ekki í starfinu vegna launanna, það er klárt! En ég held nú samt að ég viti nokkurnveginn hvernig vinnutíma kennara er háttað. T.d. var ég nýkominn heim úr skólanum í gærkvöldi þegar ég las athugasemd Huldu vinkonu minnar, en það er önnur saga .
Án þess að ég ætli að fara í einhverjar hártoganir um það hvort ég skila sama vinnuframlagi og venjulegt fólk ætla ég að reyna að skýra vinnutímann aðeins út. Að svo miklu leyti sem ég skil hann. Þeir leiðrétti mig sem betur vita og þekkja.
Full vinnuvika umsjónarkennara er 43 klukkustundir. Þar af eru að ég held 27 kennslustundir.
Engin yfirvinna er greidd, nema kennari kenni auka kennslustund. Allt annað á að rúmast innan þessara 43 stunda; Undirbúningur og úrvinnsla kennslu, gerð og yfirferð prófa, allir fundir með kennurum eða starfsfólki, foreldrafundir og viðtöl, skemmtanir og undirbúningur þeirra, undirbúningur ferðalaga, endurmenntun og námskeið sem kennarar þurfa að sækja, nemendasamtöl, aðstoð við fjáröflun nemenda, foreldrasamstarf o.s.frv.
Hver kennslustund er 40 mínútur, þannig að kenndar klukkustundir eru samtals 18.
Restin er skilgreind svona:
5,72 klukkustundir í lögbundin hlé s.s. kaffi- og matartíma. Hvorki meira né minna en hjá öðrum stéttum.
9,14 klukkustundir í verkstjórnartíma. Hér er um að ræða viðtalstíma, kennarafundi, starfsmanna- og stigsfundi, fag- og árgangafundi, samstarf fagfólks innan skólans og utan, skráningu upplýsinga, umsjón og eftirlit með kennslurými o.fl.
10 klukkustundir í undirbúning og úrvinnslu kennslu. Mig minnir að þetta sé hugsað þannig að fyrir hverja 40 mínútna kennslustund séu ætlaðar 20 mínútur til undirbúnings og úrvinnslu. Mörgum finnst það fáránlegt að kennarar þurfi svo mikinn tíma til undirbúnings, en ég segi fyrir mig að ég gæti alveg þegið meiri tíma til að undirbúa og skipuleggja verkefni með krökkunum. Ég er oft fram á kvöld að garfast í einhverju sem viðkemur kennslunni og skipulagi hennar, og þannig er með flesta kollega mína.
Þetta dæmi kemur í raun þannig út að kennari með 25 barna bekk hefur að jafnaði u.þ.b. 5 mínútur á dag fyrir hvern og einn nemanda. Sem hver heilvita maður sér að er allt of lítið.
Venjuleg vinnuvika á Íslandi er 40 klukkustundir. Vinnuvika kennara er 43 stundir, umframstundirnar 3 fara held ég í að jafna út páska- og jólafrí sem margir býsnast yfir. Eins má geta þess að sumarfrí kennara er 8 vikur, ekki 12 eins og margir virðast halda. Yfir sumarið ber kennurum aukinheldur skylda til að sækja endurmenntunarnámskeið. Einhversstaðar sá ég að það ættu að vera 100-150 stundir, ég er þó ekki viss um það. En altént á umræðan um löng frí kennara, hvort heldur um er að ræða sumarfrí eða jóla- og páskafrí, ekki rétt á sér.
Ég tek það aftur fram að ég er ekki sérfróður um kjaramál kennara, og það er ekki víst að ég fari að öllu leyti með rétt mál í þessum doðranti mínum, en þetta er í það minnsta nærri lagi. Ég ætla heldur ekki að væla undan vonda fólkinu sem býsnast yfir því hvað ég skila litlu vinnuframlagi. Það verður að eiga það við sig. Mér finnst umræðan bara fyrst og fremst eiga að snúast um það í hvernig samfélagi við viljum búa. Viljum við t.a.m. búa í samfélagi þar sem umönnunarstörf eru láglaunastörf? Ég segi nei. Ég vil samfélag þar sem boðið er upp á öflugan skóla, allt frá leikskólastigi og upp úr. Ég vil að gott fagfólk, sem er ánægt í starfi sjái um menntun barna minna.
Það fólk sá ég í grunnskólanum í Hveragerði þegar ég hóf störf þar. Það fólk var ein meginástæða þess að ég ákvað að flytja hingað. Nú er hinsvegar svo komið að flótti er brostinn á í stéttinni, og óánægjan kraumar undir niðri. Ef ekkert verður að gert líst mér ekki á blikuna.
Menntun og skóli | 5.3.2008 | 17:15 (breytt 5.7.2008 kl. 23:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Ég hef verið að velta því fyrir mér síðustu daga hvort ég eigi ekki bara að hætta að rembast við að verða kennari. Starfið er jú skemmtilegt, en launin eru lélegt grín. Gömul tugga sem allir þekkja - og eru orðnir leiðir á. En svo eru það allir "litlu hlutirnir" sem létta manni lífið, og halda manni við efnið.
Kennarasamband Íslands, félagið mitt, leggur t.d. sitt af mörkum til að gera mönnum eins og mér starfið ánægjulegra. Nú hefur félagið ákveðið að þeir sem eiga innan við 100 uppsafnaða orlofspunkta (ég er að kenna minn þriðja vetur og á 36 stk.!) fái ekki að velja sér sumarbústaði fyrr en mánuði seinna en hinir.
Mikið hlakka ég til að geta valið á milli 35m2 kjallaraíbúðar á Larfanesi og 25m2 orlofshúss í Fúlaskarði, með salernisaðstöðu í grennd.
Takk fyrir mig
Menntun og skóli | 3.3.2008 | 23:53 (breytt 5.7.2008 kl. 23:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Handbækur eru til margra hluta nytsamlegar. Eins og nafnið gefur til kynna er handbók bók sem maður getur haft við höndina, og ég held að flestir leggi þann skilning í orðið að handbók sé uppflettirit af einhverju tagi. Grönspættebogen sem Rip Rap og Rup hafa ávallt við hendina er t.d. mjög gott dæmi um úrvals handbók, en í hana leita ungarnir í hvert sinn er þeir standa ráðþrota gagnvart einhverju - og finna undantekningarlaust prýðileg svör.
Ég held að við notum of lítið af handbókum. Líklega er það í mínu tilviki vegna þess að ég er einn af þeim sem telja sig vita flest um flest, og svoleiðis fólki finnst fremur vandræðalegt að fletta í bók sé það spurt ráða. Mun glæsilegra að svara strax, hátt og snjallt og af svo miklum sannfæringarkrafti að sá sem spyr velkist ekki eitt augnablik í vafa um ágæti svarsins! Jafnvel þó svarið sé þvæla. Þetta er kannski hreinlega hluti af þjóðareðlinu, það er miklu flottara að afgreiða alla hluti í hvelli en að ræða málin og skoða þau frá ólíkum hliðum, sbr. REI málið og ótalmargt fleira. Hefði t.d. sveitarstjóri Ölfushrepps gefið sér tíma til að glugga í handbók um góða siði í opinberri stjórnsýslu (sem ég geri ráð fyrir að sé til) þegar Orkuveitan bauð 45 milljóna mútugreiðslu gegn virkjunarleyfum hefði hann aldrei sagt já. Hann hefði séð það svart á hvítu að svona lagað gerir maður ekki. Og svo mætti lengi telja.
Það sem fékk mig til að leiða hugann að handbókum er nám mitt við Kennaraháskóla Íslands, en á leslista eins námskeiðsins eru nokkrar afbragðs handbækur. Þær eru skemmtilegar aflestrar og fullar af fróðleik, t.d. stendur í einni þeirri, Litrófi kennsluaðferðanna, að ætli maður sér að nota myndbönd við kennslu sé ekki ráðlegt að hafa minna sjónvarp en 27-28 tommu og einnig sé gott að hafa fjarstýringu við hendina. Ómetanlegur fróðleikur!
En til marks um það hve hlutverk handbóka er illilega misskilið hér á landi er okkur gert að læra efni þessara handbóka utanbókar fyrir próf. Það finnst mér mjög miður því það rýrir illilega gildi handbókanna - maður þarf þá ekkert á þeim að halda lengur. Tekur bara stóra sjónvarpið og fjarstýringuna umhugsunarlaust
Menntun og skóli | 25.11.2007 | 23:35 (breytt 5.7.2008 kl. 23:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar