framsóknarflokkurinn (ritist ávallt með litlum staf)

framsóknarmönnum (ritist einnig með litlum staf) virðist vera fyrirmunað að skammast sín. Enginn þeirra skammast sín enn fyrir Íraksmálið og jafnvel þó ný gögn komi fram svo að segja daglega sem staðfesta að framámönnum í flokknum átti að vera fullkunnugt um hvernig málum var háttað í Byrginu dettur engum í hug að segja svo mikið sem afsakið. Hvað þá að segja af sér, sem væri náttúrlega það eina rétta í stöðunni. 

Í nágrannalöndum okkar þykir það sjálfsagt mál að ráðamenn axli ábyrgð. Skemmst er líkast að minnast þess að menningarmálaráðherra Svíþjóðar þurfti að segja af sér vegna þess að hún varð uppvís að því að borga ekki afnotagjöldin. Mér þætti gaman að sjá það gerast hér.

Halldór Ásgrímsson fór með völdin í utanríkisráðuneytinu þegar kolsvört skýrsla um málefni Byrgisins kom þar inná borð. Aukinheldur hafa a.m.k. 3 félagsmálaráðherrar framsóknarflokksins, Árni Magnússon, Jón Kristjánsson og Magnús Stefánsson (sem söng einmitt um traustan vin sem gat gert kraftaverk á sínum tíma.....;-) haft með málefni Byrgisins að gera. Eins er vert að geta þess að núverandi formaður fjárlaganefndar Birkir Jón Jónsson starfaði í ráðuneytinu um tíma. Samt dettur engum framsóknarmanni í landinu í hug að eitthvað af þessum ósköpum sé sér að kenna. Annaðhvort eru þeir algjörlega siðblindir eða nautheimskir! Hef reyndar alltaf hallast að því að hvorttveggja eigi við, en það er nú fullmikið sagt þannig að ég sleppi því.

Annars skil ég ekkert í flokknum að fórna ekki þessum Birki Jóni, svona rétt til að sýna smá lit í málinu og freista þess að vinna traust einhvers smá hluta þjóðarinnar á nýjan leik. Drengurinn er hvort sem er alveg vita gagnslaus. Auk þess gæti ég best trúað því að hann væri alveg til í að láta fórna sér. Hann virkar svona "allt fyrir flokkinn gaur". Hann er eiginlega dálítið eins og hann komi úr einhverri víraðri framsóknartilraunastofu -  samsuða af Guðna Ágústssyni - framsóknarmanni allra framsóknarmanna - og sjálfstæðismanninum snyrtilega Birgi Ármannssyni, en það kæmi mér ekki á óvart - miðað við almenna smekkvísi framsóknarmanna - að þeim þætti Birgir hipp og kúl.  

Þetta er reyndar ólíkleg tilgáta. Líklegra er að hér sé um að ræða afrakstur óheppilegra innvensla.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband