Enn af framsókn

Í skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í dag er fylgi framsóknar vart mælanlegt. Auðvitað fagna ég því. En ég veit hinsvegar að það er ekki tímabært að fagna strax. Því miður.

Ég þekki marga framsóknarmenn og flestir eiga það sammerkt að tuða og býsnast yfir því sem fer í taugarnar á þeim en gera aldrei neitt í því. Vita gagnslausar liðleskjur svo talað sé mannamál. Þegar Gallup eða Fréttablaðið hringir og spyr hvern þeir ætli að kjósa fussa þeir og sveia, skjóta eitthvað út í loftið eða segja ekki neitt, en á kjördag koma þeir allir skríðandi heim rétt eins og kona sem hefur dvalið í  kvennaathvarfinu en kemur aftur heim, til þess eins að láta ósköpin dynja yfir sig á nýjan leik. 

Nú skora ég á alla framsóknarmenn að standa einu sinni við stóru orðin og kjósa eitthvað annað - eða skila auðu. Flokkurinn á ekkert annað skilið. Það er honum sjálfum fyrir bestu að fá aðeins á baukinn, rétt eins og ofbeldismanninum sem endurheimtir ekki konuna sína úr athvarfinu eða alkanum sem ekki er hjálpað upp í rúm heldur er látinn sofa á eldhúsgólfinu í eigin skítalykt. Að afloknum slíkum kosningum er hægt að endurvekja tiltrú þjóðarinnar á framsókn. Altént mun ég þá, og fyrst þá, rita framsókn með stóru effi.  

mbl.is Fylgi Samfylkingar eykst á ný en fylgi Framsóknarflokks í lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta með athvarfið var býsna góð samlíking .

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband