Eins og flestir vita verður kosið til Alþingis í vor. Það er farið að færast fjör í pólítíkina og menn eru farnir að vekja á sér athygli með einum eða öðrum hætti til að stuðla að góðri kosningu í vor.
Mikið hefur verið rætt um fylgi flokkanna í skoðanakönnunum að undanförnu, rétt eins og einhver tíðindi séu á ferðinni. Vinstri grænir eru í stórsókn og framsókn að þurrkast út o.s.frv. Það getur verið ágætis dægradvöl að velta þessum hlutum fyrir sér en á endanum kjósum við öll það sama og síðast. Í meginatriðum a.m.k.
Vinstri flokkarnir hafa í gegnum tíðina yfirleitt verið með 35-40% fylgi, svipað og Sjálfstæðisflokkurinn og síðan hafa framsóknarmenn og ný framboð barist um restina.
Sjálfstæðisflokkurinn er alltaf með tæplega 40% fylgi, alveg sama hvað á gengur. Gildir einu hvort þeir gera góða hluti eins og tala í gang góðæri, eða alvonda eins og að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við George W. Bush (sem helsti ráðgjafi Sjáfstæðisflokksins, hannes hólmsteinn gissurarson, hefur bæ ðe wei sagt að sé afburðagáfaður maður!).
Þessi siðblinda flokksmanna kristallast kannski í því að í eina skiptið sem þeir hafa fengið slæma útreið í kosningum á síðustu 16 árum tóku þeir það á engan hátt til sín heldur skelltu sér beint í að mynda stjórn. Rétt eins og þeir hefðu fengið umboð þjóðarinnar til þess. Þarna er ég að vísa til kosninganna 2003 þegar flokkurinn tapaði 4 þingmönnum. Mestu munaði þar um stórtap í kjördæmi formannsins sjálfs, Davíðs Oddsonar. Samt sat hann sem fastast við völd.
En skammtímaminni kjósenda er það sem flokkurinn þrífst á öðru fremur og því spái ég flokknum 37-38% fylgi eins og venjulega.
framsóknarflokkurinn fær yfirleitt 17-19 % fylgi og mælist alltaf langt fyrir neðan það í skoðanakönnunum. Ég hef áður útskýrt hvernig stendur á því og vísa í eldri pistla hér á síðunni ef menn vilja skoða það nánar.
Flokkurinn hefur að vísu aldrei verið eins aumkunarverður og einmitt á þessu kjörtímabili og þessvegna held ég að hann muni kannski ekki ná nema 13-15% fylgi. Þeir munu samt sem áður falast eftir völdum, sanniði til.
Það sem ég held að muni fyrst og fremst verða til þess að flokkurinn haldi sæmilega sjó í vor er persónufylgi þeirra sunnlendinga Guðna Ágústssonar og Bjarna Harðarsonar. Það, í bland við fremur slakt mannval á listum annarra flokka í kjördæminu, gæti jafnvel tryggt framsókn 3 menn í Suðurkjördæmi.
Samfylkingin er í krísu þessa stundina. Eins og ég hef sagt áður verða þau að fara að taka á sig rögg og ráða PR mann, eða reka þann sem þau eru með. Klaufagangurinn í yfirlýsingum er pínlegur. Og hvað er með þetta menntaskólalýðræðishjal í flokknum? Fólk nennir ekkert að hlusta á þetta píp. Það vill bara töff flokk með flottan formann. Eins og Ingibjörg getur svo sannarlega verið. Foringjadýrkun Íslendinga á sér engin takmörk, við erum tiltölulega nýorðin lýðveldi og kunnum ekkert á svona lýðræðiskjaftæði.
Og hvað er líka málið með þennan varaformann? Hvaða líkur eru á því að hann taki við stjórn flokksins ef eitthvað kemur upp á? Svona álíka miklar og að Guðni Ágústsson verði formaður framsóknarflokksins. Akkurat engar, eins og sannaðist s.l. sumar. Það stóð aldrei til að Guðni yrði formaður, hann var bara hafður þarna uppá punt. Ég get vel skilið framsóknarmenn að hafa Guðna uppá punt en ég sé ekki puntið í Ágústi Ólafi. Hann er eflaust vandaður drengur og duglegur, en hann hefur engan sjarma - svo ekki sé minnst á að hann er álíka mælskur og Guðlaugur Þ. Þórðarson!
Þessi varaformannstuska Samfylkingarinnar lenti í 4.sæti í prófkjöri í öðru Reykjavíkur kjördæminu, og var rosa ánægður með traustið!!! Hmmm. Þýðir það ekki að a.m.k. 7 manns í Reykjavík einni njóta meira trausts innan flokksins en varaformaðurinn. Hvurslags traust er það?
Þrátt fyrir allt þetta verður Samfylkingin að líkum með 27-29% fylgi í vor.
Vinstri-Grænir hafa verið á miklu flugi samkvæmt skoðanakönnunum og mælast nú álíka stórir og Samfylkingin. Það skrifast að ég held að stærstum hluta á persónu formannsins Steingríms J. Sigfússonar, enda þjóðin hrifin af sterkum og skeleggum foringjum eins og ég hef áður komið inná. Eins held ég að það sé sérstakt áhugamál fýldra framsóknarmanna að hóta því í skoðanakönnunum að kjósa VG.
Víst er að ýmis stefnumál VG eiga mikinn hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Fólk minnist einarðrar afstöðu flokksins í Íraksmálinu, Kárahnjúkamálinu, Öryrkjamálinu o.s.frv. og getur vel hugsað sér að kjósa svo harðskeytt lið með svo sterkan baráttumann í frontinum.
En eins og yfirleitt er um vinstri menn eru þeir óttalegir klaufar þegar kemur að tækniatriðunum. Þeir eru kannski hraustastir og baráttuglaðastir, en herkænskuna skortir algjörlega.
Flokkurinn stendur á hátindi ferilsins með öll vopn í hendi. Ríkisstjórnin í andarslitrunum, keppinauturinn á vinstri vængnum í tómu rugli og fólk farið að velta því fyrir sér í alvöru að koma flokknum til valda. Þegar staðan er svona þá er vænlegast að láta litið á sér bera. Quit while you´re ahead.
En búa vinstri menn yfir slíkri herkænsku? Aldeilis ekki. Þegar Steingrímur J. fór að þvaðra um netlöggu í sjónvarpinu var eins og þjóðin vaknaði af dái. Það rifjaðist skyndilega upp fyrir henni hvílíkur forræðishyggjumaður Steingrímur í rauninni er. Hann var á t.d. móti bjórnum á sínum tíma. Það voru allir búnir að gleyma því maður!
Andstæðingar flokksins munu líka gera sér mat úr því þegar kosningabaráttan fer að harðna að flokkurinn er ekki líklegur til að setjast í ríkisstjórn. Nærtækasta dæmið sem menn munu taka máli sínu til stuðnings er að VG unnu stórsigur í síðustu sveitastjórnarkosningum en sitja nær allsstaðar í minnihluta. Þessi þvermóðska VG minnir um margt á Kvennalistann sáluga sem vann stórsigur í kosningum 1987 en gat ekki hugsað sér að taka þátt í stjórnarsamstarfi. Ef Vinstri-grænir temja sér ekki aðeins meiri sveigjanleika er hætta á að örlög flokksins verði hin sömu og Kvennalistans. Því miður.
Þessi endemis klaufagangur verður til þess að VG fær ekki nema 14-15% fylgi í kosningunum, svo ég haldi nú áfram að spá
Frjálslyndi flokkurinn hefur einnig verið á talsverðu flugi í skoðanakönnunum en það hlýtur bara að vera eitthvað grín. Flokkurinn fékk 7,4% í síðustu kosningum og ég yrði steinhissa ef þeir fengju meira en það. Ég spái 5%.
Framtíðarlandið er svo óskrifað blað og gæti skekkt myndina dálítið, aðallega á kostnað vinstri flokkanna. Það fer þó að sjálfsögðu allt eftir því hvort einhverjar kanónur á borð við Jón Baldvin taki þátt í gleðinni.
Aldraðir og öryrkjar gera varla mikinn usla.
Auðir og ógildir verða hugsanlega eitthvað færri en venjulega með tilkomu Framtíðarlandsins. Reyndar er alveg óþolandi að atkvæði þeirra sem mæta á kjörstað og kjósa að skila auðu og lýsa með því frati á alla sem í framboði eru skuli vera flokkuð með atkvæðum þeirra sem kunna ekki að kjósa og gera seðilinn sinn ógildan með einhverjum aulagangi.
Margrét, Ómar og Jakob Frímann saman í framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 5.3.2007 | 00:46 (breytt 6.7.2008 kl. 00:48) | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert bara fyndinn maður Heimir....
Frjálslyndir enda í 13-15%
Til hamingju með tapið á laugardaginn...þetta var bara fínt á ykkur :)
endið svo í 6 sæti og missið af Meistaradeildarsætinu..
Arnar (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 01:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.