Flokkshollusta

Þetta er svo mikil vitleysa að það er engu lagi líkt. Getur einhver heilvita maður hugsað sér að kjósa framsóknarflokkinn í vor?

Það leiðir hugann að öðru: Ég las góða grein á blogginu hans Guðmundar Steingrímssonar, sem er nú af miklum framsóknarættum. Þetta er mjög góð lesning, ef maður lítur framhjá kosningaáróðrinum...........
http://gummisteingrims.blog.is/blog/gummisteingrims/#entry-144744


Ég get vel hugsað mér að kjósa Guðmund á þing. Það er líka mjög auðvelt fyrir mig að slá slíku fram því hann er ekki í framboði í mínu kjördæmi þannig að ég hef ekkert um það að segja. En það er önnur saga. Ég gat líka á tímabili vel hugsað mér að kjósa pabba hans, jafnvel þó hann væri framsóknarmaður.

Þannig er nefnilega um marga góða menn að manni líkar málflutningur þeirra, burtséð frá því hvaða flokki þeir tilheyra. Stundum veltir maður því meira að segja fyrir sér hvað þessi eða hinn sé nú að gera í hinum eða þessum flokknum. Og ég er einn af þeim sem gleðst þegar einhver hefur dug til að taka sjálfstæða ákvörðun, þvert á flokkslínur eins og það er kallað. 

Ég veit ekki hvernig stendur á því að við lítum á flokkshollustu sem dygð. Altént virðist það mjög ríkt í okkur að úthrópa þá einstaklinga sem rísa upp gegn flokknum sínum sem liðhlaupa eða svikara. En hvað með flokkana sjálfa....eru þeir alltaf hafnir yfir alla gagnrýni? Hvor ætli hafi t.d. breyst meira á s.l. 20 árum Steingrímur Hermannsson eða framsóknarflokkurinn?

Þegar ég hugleiði þessa hluti verður mér oft hugsað til afa míns heitins. Hann var einn af stofnfélögum Alþýðuflokksins á fyrri hluta 20. aldarinnar og ég veit ekki betur en hann hafi haldið tryggð við flokkinn allt til dauðadags, en það veit sá sem allt veit að sá Alþýðuflokkur sem Jón Baldvin og nafni hans Sigurðsson stjórnuðu þegar afi var kominn á lokasprettinn átti afar fátt sameiginlegt með flokknum sem hann tók þátt í að byggja upp. En honum þætti vænt um "flokkinn" sinn.

Svona er sjálfsagt með marga. T.d. get ég vel ímyndað mér að margir framsóknarmenn haldi tryggð við flokkinn, einmitt vegna þess að þeim þykir vænt um hann. Halda í einhverja minningu um flokk sem eitt sinn var málsvari bænda og búaliðs og hafði hin mannlegu gildi í hávegum. Svona sósíaldemókratískur jafnaðarmannaflokkur eins og þeir gerðust bestir.

En því miður fyrir þetta fólk er það staðreynd að flokkar breytast með tímanum. Því er alls ekki við hæfi að rægja fólk sem rís upp og gengur frá borði þegar kúrsinn hefur verið tekinn í kolöfuga átt miðað við það sem ætlað var - og lagt var upp með.

Allt er í heiminum hverfult - stjórnmálaflokkar líka. 


mbl.is Umræða um stjórnarskrárfrumvarp stendur enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband