Enn af sumarbúðum ráðstjórnarríkjanna

Það rifjaðist upp fyrir mér um daginn þegar ég var að fara í gegnum gamlan bókabunka að foreldrar mínir sendu mig aldeilis ekki einan og óstuddan, 12 ára gamlan, í sumarbúðir ráðstjórnarríkjanna í Austur-Þýzkalandi. Nei nei nei...í vasa minn settu þau handbók í þýzku sem ég hef líklega átt að grípa til ef einhver vandræði yrðu á vegi mínum. Bókin er frá árinu 1962 og hefur að geyma setningar á borð við þessar:

Bitte, ziehen Sie diesen zahn, sem þýðir; Gerið svo vel að draga þessa tönn.
Ich möchte die Nägel spitz haben, sem þýðir víst; Ég vil hafa neglurnar frammjóar

og síðast en ekki síst:
Zieht es ihnen? Sem útleggst: Er súgur hjá yður? 

Já já strákurinn er hólpinn með þetta upp á vasann....... 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég þekki einn sem var 14 ára þegar pabbi hans sendi hann til Títós til að hjálpa við kommúnisman í Júkúslavíu. Sá sagði að þetta hefði verið mesta ævintýri lífs sín þar til hann fór til Kúbu.

Auðvitað er hagnýtt að kunna að spyrja um hvort dragsúgur sé á því heimili sem maður ætlar að gista á. Það segir sig sjálft.

Íslendingar bjuggu við dragsúg þangað til að tjöruhampurinn var kynntur til sögunnar og svo kíttið.

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband