Ekki gott að gera.....

Við félagi minn áttum eftirfarandi samtal um daginn: 

Félagi: „Jæja, hvað á svo að kjósa í vor?”  

Ég: „Ég veit það ekki, svei mér þá. Ég held ég hafi aldrei átt eins erfitt með að taka ákvörðun.”   

F: „Já þú meinar”  

Ég: „En þú, hvað ætlar þú að kjósa?”  

F: „Ég held að ég kjósi Geir Haarde”  

Ég (lítillega brugðið): „Jahá! Hví þá?”  

F: „Mér finnst hann bara traustur kall”  

Ég: „Ok. Þú gerir þér grein fyrir því að með því að kjósa Geir ertu um leið að kjósa Björn Bjarnason og Birgi Ármannsson”  

F: „Já”  

Ég: „Og í sjálfu sér líka Guðlaug Þór, Sigurð Kára, Pétur Blöndal og fleiri menn sem ég veit að þú ert ekki par hrifinn af. Að maður tali nú ekki um Árna Johnsen, Sturlu Böðvars og Kjartan Ólafsson!”  

F: (hugsi): „Já”  

Ég: „Ég hefði nú haldið að þú myndir frekar kjósa Samfylkinguna”  

F: „Ég get bara ekki hugsað mér að kjósa Ingibjörgu. Ég fyrirgef henni aldrei svikin við borgina á sínum  tíma!”  

Ég: „Afhverju kýstu þá ekki bara Össur, það myndi nú spæla hana ef hann fengi meira fylgi en hún. Í hvoru kjördæminu kýstu annars?”  

F: „Ég kýs í suður, þar sem Ingibjörg og Geir eru”  

Ég: „Andskotinn”   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband