Gleðilegt sumar

Það var notalegt að eiga frí í dag. Ég hafði svosem nóg að gera, enda heilmikil verkefnaskil framundan, en ég leyfði mér þó að sofa aðeins lengur en venjulega og lesa blöðin í stað þess að fletta þeim, svo eitthvað sé nefnt.

Það var bara býsna margt skemmtilegt í blöðunum í dag. Þau eru eðlilega full af greinum eftir frambjóðendur, sem reyna sem aldrei fyrr að vekja athygli á sér og sínum flokkum. Sumar þessar greinar eru fullar af pólítískum slagorðum og eru fremur óspennandi, en aðrar nokkuð kraftmiklar og innihaldsríkar.

Mig langar sérstaklega að minnast á tvær greinar. Önnur er á bls. 17 í Blaðinu og er eftir Guðjón Jensson, en þar er fjallað á beittan hátt um Impregilo og kryddað með samsæriskenningum o.þ.h. Alltaf gaman að svoleiðisBandit. Hin er á bls. 34 í Fréttablaðinu og er ekki síður beitt, en þar beinir Lúðvík Bergvinsson alþingismaður spjótum sínum að ríkislögreglustjóra. Hressandi lesning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt sumar vinur minn og takk fyrir veturinn.

Sæmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 13:26

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Já takk sömuleiðis heillakallinn

Heimir Eyvindarson, 21.4.2007 kl. 00:10

3 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Já takk sömuleiðis heillakallinn

Heimir Eyvindarson, 21.4.2007 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband