Gagnslaus tengdamamma?

framsóknarmenn keppast nú við að bera í bætifláka fyrir Jónínu Bjartmarz sem á að hafa reddað tengdadóttur sinni metafgreiðslu á íslenskum ríkisborgararétti. Menn virðast sammála um að svoleiðis lagað megi ráðherrar alls ekki gera, enda er það víst bannað með lögum. Jónína sjálf segist ekki hafa haft neitt með það að gera að þessi tilvonandi tengdadóttir fékk ríkisborgarrétt á silfurfati.  

Hvurslags eiginlega tengdamamma er Jónína? Ég hefði svo sannarlega hringt í félaga mína í nefndinni til að liðka fyrir málum ef ég hefði lent í sömu aðstöðu og hún. 

Er það kannski ég sem er spilltur eftir allt saman? Undecided 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jónín er góð og greind kona

leeds (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 22:06

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Mæli með þessari lesningu

Gestur Guðjónsson, 28.4.2007 kl. 00:45

3 identicon

Sammála. Til hvers í and.... eru vinnufélagar og kunningjar ef ekki að kippa svona málum í liðinn.

Rilli (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 10:33

4 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Gestur. Ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki á neinum nornaveiðum. En hvað finnst þér um þetta? http://maggib.blog.is/blog/maggib/entry/191480/ 

Heimir Eyvindarson, 28.4.2007 kl. 13:57

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Mál að linni!

Auðun Gíslason, 28.4.2007 kl. 16:24

6 Smámynd: Hjalti Árnason

Afhverju þarf alltaf að vera að kippa málumí liðinn? Er kannski eitthvað að afgreiðslunni á svona málum? Það ætti ekki að vera biðtími á þessu. Hver vill annars ekki flytja til ÍSlands. Held það sé ekki unnið í matar og kaffitímum á þessari skrifstofu. Nafnið eitt takmarkar áhuga umsækjenda.

Hjalti Árnason, 29.4.2007 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband