Ég hef oft hneykslast á klaufagangi vinstri manna í markaðssetningu, þ.e. auglýsingum á sjálfum sér, framsetningu á sínum málum o.s.frv. Ég held að ég hafi fyrst áttað mig á þessum vandræðagangi vinstri manna þegar ég sá frétt í Þjóðviljanum sáluga sem átti að sýna það í eitt skipti fyrir öll hve alþýðlegir þingmenn Alþýðubandalagsins væru. Innihald fréttarinnar var að þingmennirnir höfðu klætt sig í gallabuxur og tekið strætó! Þarna fékk ég kjánahroll í fyrsta sinn.
Síðan þetta var hef ég margoft veitt vandræðagangi á vinstri vængnum athygli og jafnframt tekið eftir því hvernig hægri mönnum hefur á hinn bóginn hvað eftir annað tekist snilldarlega að vekja á sér jákvæða athygli, og ekki síst snúa sig út úr vandræðum án þess að hljóta skaða af. Það eitt að Sjálfstæðisflokkurinn virðist halda velli sem langstærsti flokkur landsins eftir 16 ára setu í ríkisstjórn, og hver afglöpin á fætur öðrum, meðan fylgið hrynur af samstarfsflokknum þykir mér til marks um frábæra markaðssetningu. Vinstri menn geta kannski ekki mikið lært af þeim hægri þegar kemur að pólítík og prinsipp málum, og vilja vonandi ekki, en margt gætu þeir lært í markaðstækni.
Í dag heyrði ég hinsvegar loksins auglýsingu frá vinstri sem eitthvað vit var í. Auglýsingin vakti athygli mína og fékk mig til að hugsa í smástund. Eins og auglýsingar um stjórnmál ættu að gera. Auglýsingin var frá Samfylkingunni og í henni var vakin athygli á því að flokkurinn hefði 4 sinnum á síðasta kjörtímabili gert það að tillögu sinni í þinginu að stimpilgjöld yrðu lögð af en framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefðu alltaf sagt nei.
Þessi auglýsing er góð. Hún byggir á ísköldum staðreyndum (vona ég) um réttlætismál sem varðar fjölda fólks og ríkisstjórnarflokkarnir hafa báðir, bresti mig ekki minni, á loforðalista sínum fyrir þessar kosningar. Því vona ég að fólk sem heyrir auglýsinguna hugsi sig um eitt augnablik, og velti því fyrir sér hvers vegna framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa afnám stimpilgjalda á stefnuskrá en vilja þó ekki hrófla við þeim.
Það sem mér finnst síðan einna þægilegast við auglýsinguna er að hún endar ekki á innihaldslausu slagorði. Vinstri menn hafa nefnilega í gegnum tíðina verið mjög gefnir fyrir uppblásin slagorð, en ég held að ég fari rétt með að Samfylkingin flaggi engu slíku fyrir þessar kosningar, þó sumir frambjóðendur flokksins tali reyndar meira og minna í slagorðastíl. Það eldist nú kannski af þeim blessuðum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 28.4.2007 | 19:48 (breytt 6.7.2008 kl. 00:35) | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 85159
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Lifi byltingin"
Tómas Þóroddsson, 28.4.2007 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.