Ég fór einmitt að hugsa, í tilefni færslunnar sem ég var að senda frá mér um vandræðagang vinstri manna í gegnum tíðina, að ég ætti náttúrlega ekki að kasta fram svona fullyrðingum um slagorðaleysi stjórnmálaflokka án þess að kanna málin aðeins.
Ég kíkti þessvegna á síður flokkana sem bjóða fram til Alþingis og ég fæ ekki betur séð en að það sé rétt hjá mér að Samfylkingin sé eini flokkurinn sem ekki flaggar slagorði. Sé það rétt á hún hrós skilið. Slagorð eru oft góð og virka vel, en oft eru þau ekki til neins. Þessvegna er ég þeirrar skoðunar að betra sé að hafa ekkert slagorð en slagorð sem segir ekkert.
Slagorð flokkanna fyrir kosningarnar eru þessi:
Nýir tímar - á traustum grunni - Sjálfstæðisflokkurinn. Þetta er eiginlega ekki neitt, en vissulega hefur maður heyrt þau verri. Og eflaust virkar þetta ágætlega.
Forysta fyrir íslenska þjóð - Frjálslyndi flokkurinn. Það vita allir að Frjálslyndir verða aldrei í forystu fyrir íslenska þjóð, þannig að þetta slagorð gerir ekki neitt nema kannski að undirstrika þjóðarrembing þeirra.
Árangur áfram - ekkert stopp! - Framsóknarflokkurinn. Mjög brjálæðislegt og óaðlaðandi. Vondur draumur Tómasar vinar míns sem innihélt Jón Sigurðsson í brjálæðislegu rækjusamlokuáti (búinn með 7 eða 8 minnir mig) með EKKERT STOPP merki á enninu kemur oftar en ekki upp í hugann þegar ég heyri þetta slagorð
Lifandi land - Íslandshreyfingin. Það er nefnilega það, segir akkurat ekki neitt.
Allt annað líf - Vinstri Grænir. Mér finnst þetta reyndar ágætt en það skemmir fyrir VG hvað það er auðvelt að snúa útúr því.
Ég sá annað slagorð frá VG á barmmerki um daginn. Hugsaðu - það pirrar ríkisstjórnina. Mér finnst það býsna gott, það er allavega dálítill broddur í því. Það er þó ekki nærri eins beitt og slagorð sem Alþýðubandalagið setti á barmmerki í kringum 1980; Notaðu smokkinn - það fæðist Sjálfstæðismaður daglega! Hvort það var smekklegt er svo annað mál.
Annars kom Geir H. Haarde með eitt skemmtilegasta slagorð seinna ára í íslenskri pólítík þegar hann sóttist eftir 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á eftir Davíð Oddssyni og mannvitsbrekkunni Birni Bjarnasyni; Einn, tveir og Geir! Algjör snilld
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 28.4.2007 | 20:30 (breytt 6.7.2008 kl. 00:35) | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú er hérmeð ráðinn sem markaðsráðgjafi hjá Öfgaflokki Hjalta þegar hann kemst á laggirnar. Mig vantar bara 62 manneskjur sem eru nokkurnveginn sammála mér........
Hjalti Árnason, 29.4.2007 kl. 18:45
Kjempegreit!
Heimir Eyvindarson, 29.4.2007 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.