Ég setti smá óskalista inná síðuna í gær og eins og gengur rættust sumar óskirnar, en aðrar ekki.
1. Það kviknaði á Lindinni þegar ég startaði bílnum mínum. Ég skil ekki hvað veldur þessu en þetta er dálítið óþægilegt. Til að útskyra þetta nánar þá er Lindin kristileg útvarpsstöð og annar bíllinn minn er þeim undarlegu kostum búinn að hann dreifir orði Guðs af miklum móð og algjörlega óumbeðinn um leið og hann er ræstur.
2. Ríkisstjórnin féll að vísu ekki en hún mun örugglega ekki starfa áfram, svo það er kannski hálfur sigur. Í það minnsta hafa framsóknarmenn verið óþreytandi við að lýsa því yfir að undanförnu að ef flokkurinn fengi ekki nema 6-7 menn kjörna á þing væri alveg ljóst að þeir settust ekki í ríkisstjórn.
3. Jón Sig. komst ekki inná þing.
4. Samfylkingin fékk ágæta kosningu. Að vísu var ég að vona að útkoman yrði enn betri hér í Suðurkjördæmi svo Björgvin G. yrði sterkari kandidat í menntamálaráðherrann. Sjáum hvað setur.
5. Sigmundur Ernir já.........tölum betur um það síðar
6. Kosninganóttin var vissulega spennandi, þó ég hafi ekki upplifað sömu gríðarlegu spennuna og Sigmundur Ernir
7. Robbie Fowler var nú víst ekki að spila fyrr en í dag, og ég held að honum hafi gengið sæmilega. Hann var allavega kvaddur með virktum.
8. West Ham hélt sér í deildinni.
9. Veit ekki með Eirík.
10. framsókn fékk fremur háðuglega útreið á flestum stöðum.
11. Bjarni Harðar komst á þing. Til hamingju
12. Flestir hugsa ég að hafi átt góðan dag, eða í það minnsta viðunandi, nema kannski Ómar Ragnarsson og Jón Sigurðsson. Svo hugsa ég að Árna Johnsen og Birni Bjarnasyni hafi brugðið nokkuð þegar líða tók á nóttina og fréttir bárust af því að kjósendur Sjálfstæðisflokksins hefðu strikað yfir þá í stórum stíl. En Geir lýsti því strax yfir að slíkt skipti engu máli, allavega ekki í tilviki Björns, þannig að hann hefur allavega getað sofnað rólegur út frá tindátunum sínum. Þetta hafa ekki verið nema svona 4-5000 manns að segja álit sitt. Hvaða máli skipta svoleiðis smámunir?
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér þetta er ekki nema tæplega 5000 manns. Var Sigmundur í sínu besta, misti meira en minna af kosningasjónvarpinu.
Tómas Þóroddsson, 13.5.2007 kl. 23:03
Bílinn þinn er greinilega haldin heilögum anda. Nema hann sé getinn af einum slíkum. Hvað veit maður?
Brynja Hjaltadóttir, 13.5.2007 kl. 23:36
Merkilegt með Lindina, hún ofsækir mig líka. Er stundum eina stöðin sem næst almennlega í mínum bíl.
Heiðrún Dóra (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 00:03
það er eitt sem ég skil ekki, hvernig í óskpum er hægt að segja að samfylkingin hafi fengið góða kosningu? hún fékk færri atkvæði í öllum kjördæmum enn fyrir 4.árum tapaði 2.mönnum af þingi og svo er samfylkingarfólk voða ánægt með kosninguna t.a.m. sagði Össur í viðtali að "þetta væru skýr skilaboð frá kjósendum um að samfylkingin ætti að leiða næstu ríkistjórn" ég er nú kannski enginn snillingur enn þetta er mér algjörlega formunað að skilja og í raun þá er ég alveg forbangsaður yfir þessu öllu saman og ekki síður að yfir því að þú skulir taka undir þessa vitleysu. Að mínu viti þá skíttapaði samfylgingin og framsóknarflokkurinn þessari kosningu og vinstri grænir og sjálfstæðisflokkurinn unnu stórsigur og það eru að mínu viti skýr skilaboð frá kjósendum.
Var að ræða við einn samfylgingarmann í dag um þetta og spurði hann að þessu og hvers vegna hann tæki undir þessa vitleysu og hann svaraði að bragði að samfylgingin hafi unnið mikin varnarsigur, ég hefði einmitt haldið að stjórnarandstaðan hefði verið að reyna að sækja til að fella stjórnina og stjórnin hefði verið í vörn til að halda velli enn svona er ég nú vitlaus og viðmælandinn og rauk í burtu og vildi ekki ræða það frekar og mat ég það þannig að ég hafi hitt á viðkvæman blett.
Enn engu að síður þá gleður mig sannlega að geta óskað þér til hamingju með vel heppnaðan dag.
Sæmi (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 02:24
Sæmi. Þú segir "enn svona er ég nú vitlaus"
það þýðir ekki að koma hingað og kvarta yfir því
Tómas Þóroddsson, 14.5.2007 kl. 21:10
Heimir þetta fer nú að verða verulega grunsamlegt með ykkur Tomma það kemst ekki hnífurinn á milli ykkar, slíkur er samfylkingar/samsulláhuginn hjá ykkur.
Eiríkur Harðarson, 15.5.2007 kl. 01:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.