Ég hef verið dálítið hugsi yfir fréttunum af málefnum tónlist.is undanfarið, eins og sést hefur hér á síðunni. Þessi umfjöllun hefur nefnilega ekki bara leitt í ljós að vinnubrögð stjórnenda tónlist.is eru engan veginn í lagi, heldur einnig - og ekki síður - hversu illa hagsmunasamtök okkar sem erum að bjástra við tónlist hafa staðið sig í málinu. Síðast en ekki síst leiða þessi ósköp síðan hugann að því hvað við sjálf stöndum illa vörð um okkar hagsmuni og hvað við látum yfir okkur ganga, óátalið.
Ég er félagi í 2 hagsmunasamtökum í tónlistarbransanum, STEFi (Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar) og FÍH (Félag íslenskra hlóðfæraleikara) og ég hef sótt um inngöngu í 2 til viðbótar, FTT (Félag tónskálda og textahöfunda) og FHF (Félag hljómplötuframleiðenda) og mig langar aðeins að fara yfir reynslu mína af þessum samtökum.
STEF: Ég var í raun sjálfkrafa skráður í STEF. Um leið og ég byrjaði að fikta við að semja texta sem rötuðu inn á plötur varð ég félagi og samtökin sáu um að innheimta fyrir mig höfundarlaun. Gott og vel. Ég hef í gegnum tíðina haft talsverðar tekjur af lögum mínum og textum og hef ekkert yfir STEF að kvarta svosem, enda hef ég undanfarið átt mjög góð samskipti við fólk þar á bæ.
En STEF hefur ekki alltaf komið fram við mig eins og ég sé skjólstæðingur samtakanna. Árið 1998 sendum við félagarnir í Á móti sól frá okkur 2 lög sem náðu talsverðum vinsældum. Annað var Á ÞIG, eða Æ mig langar upp á þig eins og flestir kalla það, og hitt var STELPUR. Bæði þessi lög fengu mikla spilun í útvarpi, þá sérstaklega Á ÞIG sem var t.d. eitt mest spilaða íslenska lagið á Bylgjunni það árið og naut ótvírætt mikilla vinsælda. En þegar tékkinn frá STEFi kom þótti mér lögin gefa undarlega lítið af sér. Ég man þessar tölur ekki nákvæmlega en mig minnir að ég hafi fengið u.þ.b. helmingi minna fyrir þessi 2 lög samtals en ég fékk fyrir DJÖFULL ER ÉG FLOTTUR sem var heilmikill smellur árið áður. Þegar ég leitaði skýringa hjá STEFi var mér sagt að ég yrði að skrifa formlegt bréf til stjórnarinnar til að reyna að fá úr því skorið hvort um einhver mistök væri að ræða, og þá hver skýringin á þeim hugsanlega væri og hvað væri til bragðs að taka. Það gerði ég samviskusamlega, þó mér þætti það óneitanlega nokkuð undarleg boðleið, en fékk ekkert svar. Nokkrum vikum síðar skrifaði ég stjórninni annað bréf þar sem ég ítrekaði erindið. Því bréfi var heldur ekki svarað.
Ég var semsagt ekki virtur svars hjá mínu eigin félagi, mínum hagsmunasamtökum. Og það sem verra var: Ég lét það yfir mig ganga. Og það sem er kannski ennþá verra er það að ég lét engan vita. Kannski hafa margir fleiri lent í því sama - og ekki sagt neitt heldur. Þessu verðum við að breyta með einhverjum hætti.
FÍH: Ég man ekki hvenær ég skráði mig í FÍH eða afhverju. Mig minnir að ég hafi einfaldlega talið að það væri eðlilegt að ég gengi til liðs við stéttarfélag tónlistarmanna úr því að ég væri að baksa við að vera tónlistarmaður. Síðan les maður maður um aðkomu FÍH að Samtóni og samninga sem Samtónn hefur gert fyrir hönd sinna umbjóðenda, og í raun miklu fleiri sýnist mér, og þá virðist manni, eins og glöggur bloggvinur minn benti á, félagið í raun vera farið að vinna gegn sínum eigin umbjóðendum! Það er ábyrgðarleysi. En þetta lætur maður yfir sig ganga, og heldur áfram að borga félagsgjöldin.
Svonefnd flytjendagjöld, sem eru held ég hluti STEF-gjalda, renna einnig til FÍH skilst mér en ég hef aldrei séð krónu af þeim - og mun aldrei sjá því þau fara í rekstur FÍH; rekstur skrifstofu og hljóðvers, sem er svosem ágætt, og ekki síst rekstur tónlistarskóla! Hvaða stéttarfélag stendur í slíkum rekstri? Þetta er alveg galið .
Ég má semsagt taka þátt í að afla flytjendagjaldanna og borga félagsgjöldin, en að ég fái eitthvað af þeim til baka er ekki inn í myndinni. Til að kóróna allt saman semur afsprengi félagsins (Samtónn) síðan um það við tónlist.is að þeir megi streyma lögunum mínum og allra annarra fyrir samtals 100 þúsund krónur á ári! Þetta hef ég látið yfir mig ganga hingað til, en ég hugsa að eitt af mínum fyrstu verkum á þriðjudaginn verði að segja mig úr þessum félagsskap .
FTT kann ég eiginlega engin deili á en ég hygg að ég eigi mun meiri samleið með þeim félagsskap en FÍH. Sjáum hvað setur, í það minnsta fékk ég strax jákvæð viðbrögð við umsókn minni. Það lofar altént góðu.
FHF er félagsskapur sem mig langar kannski ekkert sérstaklega að tilheyra, en ástæða þess að ég sækist eftir því að komast þar inn er sú að ég hef undanfarið verið mjög ósáttur við gjörðir félagsins og með inngöngunni vonast ég til að geta haft einhver áhrif.
Ég hef gert athugasemdir við undarlega framgöngu FHF í 2 málum.
1. Sena seldi Alcan u.þ.b. 10,000 geisladiska með Bó og Sinfó sem Alcan síðan dreifði frítt inn á hvert heimili í Hafnarfirði á jóladagsmorgun, sérmerktum og sérinnpökkuðum þannig að engin leið var fyrir hafnfirðinga að skila þeim í næstu búð og fá annað í staðinn, eins og ef um venjulega sölu væri að ræða. FHF staðfesti það við vini sína í Senu að þessi "sala" yrði færð til bókar á nákvæmlega sama hátt og ef ég sjálfur hefði farið út í búð og keypt diskinn, sem ég reyndar gerði - en það er önnur saga. Þetta gengur þvert gegn viðurkenndum hefðum, og er algjörlega á skjön við ábendingar félagsins til okkar hinna um að einungis með sannanlegri sölu í viðurkenndum verslunum geti maður gert tilkall til þess að fá viðurkennda gull- eða platínusölu. Þessar reglur voru semsagt sveigðar og beygðar þegar Sena þurfti á að halda. Tek það fram að ég er ekki á nokkurn hátt að gagnrýna Bó - hann á allt gott skilið.
Frá þessum samningi við Alcan var gengið löngu fyrir jól og því gat Sena tilkynnt það með pompi og prakt á besta tíma í jólaplötuflóðinu að Bó og Sinfó væri komin í platínu - sem jók sölu disksins enn frekar!
2. Í byrjun maí fjallaði Orri Páll Ormarsson um hljómplötumarkaðinn á Íslandi í ágætri grein í Mogganum. Þar er m.a. vitnað í formann FHF og sölulisti sem hann lét blaðinu í té birtur, en sá listi sýndi fram á að Sena heði komið að útgáfu 18 af 20 vinsælustu platna ársins 2006. Útgáfustjóri Senu baðar sig í frægðinni í greininni og lætur vel af sér "þetta er yfirleitt stönginn-inn hjá okkur" segir hann m.a. .
Báðir þessir aðilar, Jónatan Garðarsson hjá FHF og Eiður Arnarsson útgáfustjóri Senu, vissu hinsvegar mætavel að listinn var kolrangur, enda hafa þeir eftir á viðurkennt að líklega hefðu 10-15 plötur sem einyrkjar sem ekki eru aðilar að FHF gáfu út á árinu komist inn á listann - á kostnað Senutitlanna!
Þegar ég gerði athugasemdir við þessi vinnubrögð benti formaðurinn á blaðamanninn og sakaði hann um óheiðarleika, sem fólst í því að birta umræddan lista í leyfisleysi. Bæði Jónatan og Eiður viðurkenna þó að hafa fengið greinina til yfirlestrar og þar er fjallað um listann með afgerandi hætti. Svo þau rök eru léttvæg - í besta falli.
Það eru vinnubrögð af þessu tagi sem fara í taugarnar á mér og ég er ekki tilbúinn til að láta yfir mig ganga. En það er eins með þessi samskipti mín við FHF og samskipti mín við STEF forðum að ég hef engum sagt frá þeim. Ég hef aðeins fjallað um þau hér á blogginu mínu en ég hef ekki formlega deilt reynslu minni með öðrum tónlistarmönnum, enda veit ég ekki á hvaða vettvangi það ætti svosem að vera. Kannski er sá vettvangur til, en ef svo er þá veit ég ekki af honum.
Eflaust hafa margir fleiri svipaða sögu að segja en það kemst aldrei upp á yfirborðið af því að við tónlistarmennirnir tölum of lítið saman. Samstaðan er ekki nógu breið. Underground liðið er of upptekið við að gera lítið úr okkur sveitaballapoppurunum, við sveitaballamennirnir erum of uppteknir við að fussa og sveia yfir tónlistarskólaliðinu, jazzmönnunum og listaspírunum og jazzmennirnir og bakraddasöngvararnir eru of uppteknir við að fussa og sveia yfir öllu saman . Þannig gengur þetta hring eftir hring og á meðan eru réttindi okkar fótum troðin - oft með okkar samþykki, beinu eða óbeinu.
Ég held að það sé kominn tími til að við sem erum að puða í músíkinni hættum að eyða púðri í að draga hvert annað í dilka og förum að skiptast á upplýsingum. Það þarf ekki að vera flókið dæmi né krefjandi, það gæti t.d. verið ágætis byrjun að koma upp póstlista þar sem menn gætu sent sín á milli upplýsingar um alla þá fjölmörgu hluti sem geta flokkast sem sameiginlegir hagsmunir stéttarinnar. Það þarf ekki að einskorðast við réttindabaráttu, við gætum t.a.m. skipst á praktískum upplýsingum eins og t.d. hvar hagstæðast sé að framleiða geisladiska, hvernig sé best að flytja þá inn o.s.frv. Ég sjálfur hef t.d. eytt töluverðum tíma í að kanna slíka hluti og gæti veitt ágætar upplýsingar um það og eflaust hafa margir fleiri gert slíkt hið sama.
Ef slíkur póstlisti væri til staðar gætum við líka látið hvert annað vita hvort við hefðum í hyggju að gera eitthvað í málunum gagnvart tónlist.is. Ég hef heyrt af nokkrum aðilum sem ætla að fara fram á að þeirra efni verði tekið út af vefnum á þriðjudaginn, og ég og mín hljómsveit erum að velta því sama fyrir okkur. Ég hef líka haft spurnir af því að hægt sé að láta önnur samtök en STEF innheimta fyrir sig höfundarréttargjöld, og mér skilst að einhverjir íslenskir tónlistarmenn hafi þann háttinn á. Mér þætti fróðlegt að heyra frá þeim, og öllum hinum, varðandi þessi mál - og öll hin.
Góðar stundir
Flokkur: Tónlist | 28.5.2007 | 02:11 (breytt 6.7.2008 kl. 00:21) | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr heyr!! Heimir. Ég get ekki lýst því hvað mér finnst þessi pistill þinn frábær og umfram allt tímabær. Ég hef sjálf ekki hagsmuna að gæta í þessum bransa en það hefur lífsförunauturinn. Ég gæti sjálf sagt margar sögur af samskiptum hans við félagið sitt og útgefendur en læt hann sjálfan um það svona að mestu. Eina sögu læt ég þó flakka. Hann skrifaði grein í Moggann fyrir mörgum árum og gerði þar að umfjöllunarefni réttindamál flytjenda. Þar gerði hann meðal annars athugasemdir við það að greiðslurnar til hans sem flytjanda færu ekki til hans heldur hefði einhver að honum forspurðum ákveðið að flytjendagreiðslur væru nú svo mikið peanuts að betra væri að safna þeim krónum saman og láta þær renna til byggingar tónlistarskóla FÍH. Honum fannst einhvern veginn eðlilegra að hann fengi kannski sjálfur einhverju að ráða um þetta. Greinin fjallaði sem sagt um stöðuna í réttindamálum flytjenda og hann nefndi þetta sem dæmi. Það stóð ekki á svargrein frá formanninum sem rakkaði hann ofan í ég veit ekki hvað og benti á að hann hefði nú ekkert efni á að vera með einhver uppsteit, þetta hefði verið ákveðið á aðalfundi félagsins með löglegum hætti. Svo fór restin af greininni í að hæla sjálfum sér af allri uppbyggingunni í menntunarmálum FÍH sem er auðvitað bara af hinu góða eins og þú bendir á í þínum pistli. Greinin snerist bara ekki um það heldur réttindamál flytjenda hverra staða er til háborinnar skammar. En hvað getur fólk gert þegar félagið ber ekki meiri virðingu fyrir flytjendum en þetta? Ef ég man rétt var þetta einhvern tímann kringum árið 1993. Miðað við síðustu fréttir sýnist mér ekkert hafa miðað síðan þá.
Ég fagna öllum skrifum um þessi mál, hef reynt að stinga á þeim kýlum sem ég hef séð, eyddi t.d. einum pistli fyrir jólin í að lýsa hvernig diskum er raðað í hillur í Hagkaup eftir því hver gefur út. Ég komst t.d. að því að það var sérstakur starfsmaður frá Senu starfandi inni í Hagkaup til að sjá um að diskarnir frá Senu væru alltaf á "réttum" stað. Ég er ákevðin í því að halda áfram að fjalla um þessi mál á mínu bloggi því að ég trúi því að orð séu til alls fyrst.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 02:54
Sæll Heimir og takk fyrir fínan pistil. Eitt er alveg á hreinu í mínum huga. Ef við sækjum ekki rétt okkar þá gerir það enginn fyrir okkur í það minnsta ekki að fyrra bragði. Fyrir nokkum árum bað ég lögfræðing um að skoða flytjendaréttindin mín og þá sérstaklega þá gjörð stjórnar FÍH að taka þau af mér og færa þau í svokallaðan Menningarsjóð sem við reyndar getum sótt sposlur í. Lögmaðurinn frumskoðaði málið fyrir mig og taldi það afar vafasamt að hægt væri að taka af mér réttindi með þeim hætti. Ég hafði því miður ekki efni á að láta hann taka málið fyrir mig en sé ekkert að því að taka þetta mál upp núna. Ég held að það hafi verið brotið gróflega á réttindum flytjenda með Menningarsjóðssamþykktinni og það þætti mér gott að fá stafest. Á svipaðan hátt hafa aðrir sem manga með réttindi tónlistarmanna eins og tonlist.is gefið sér svipað leyfi án samþykkis flytjenda. Ég bendi bara á frjálsa niðurhalið vegna afmælis tonlistar.is eða hvaða tilefnið hefur heitið. Ég hef aldrei gefjið leyfi fyrir því að tónlistarflutningur frá mér sé gefinn af öðrum en mér. Frá því ég fór að spyrja leiðinlegra spurninga vegna flytjendaréttar þá hef ég verið leiðinlegi FÍH maðurinn sem mér finnst reyndar sæmdartitill í dag. Við skulum skoða hvað hægt er að gera varðandi réttindi okkar því það er greinilega urgur í mönnum og hann kemur ekki að ástæðulausu. Við skulum heldur ekki gleyma því að okkar eigið dugleysi gefur aðilum ekki frítt skotveiðileyfi á réttindi okkar, aldrei.
Grein Stefáns Hjörleifssonar í Morgunblaðinu er eitt arga bull og samsæriskenningin stórkostlegur jókur og smjörklípan tárum bleytt toppar allt. Greinin fer í greiningu og henni verður svarað. Greinin lítur út í fyrstu sem varnarræða og svar við árásum ljótra Moggakalla á Stefán en í mínum huga er hún ekkert annað en árás á eigendur flutnings - og höfundarréttar.
Pálmi Gunnarsson, 28.5.2007 kl. 15:53
Ein hugmynd! Það hlýtur að vera hægt að gera hallarbyltingu í FÍH ef menn tala sig saman og mæta á aðalfund og losa sig við naglfasta stjórn. Í kjölfarið að hreinsa til hjá STEF. Ég er ekki í FÍH og þekki ekki leikreglurnar þar en það er eins með þetta félag eins og öll önnur að sjórn er kosin á aðalfundi. Nú er bara að stilla upp umbótastjórn og fara í þungavigtarkosningarbaráttu!
Þú og Pálmi komið þessu af stað - ég er sannfærður um að það er hljómgrunnur fyrir þetta!
Ævar Rafn Kjartansson, 28.5.2007 kl. 21:33
Fín grein Heimir, Þarna er margt sem ég hefði vilja hafa skrifað! Nú þekki ég stefgjaldakerfið ekki nema frá útvarpsstjórastólnum. En þó ég hafi rekið eina af minnstu útvarpsstöðvum í heimi, sé ég að hér er MIKIÐ af peningum í gangi og þetta er heilmikið batterí sem sér um að dreifa þessu. Við skiluðum óhemju pappírsmagni með spilunarlistum og alls konar bulli í gamla daga, en fengum fyrir nokkrum árum að vita að þetta gerðist nú sjálfkrafa og við þyrftum ekki að skila listunum lengur inn. Hvort sem þetta voru norsku skriffinnarnir sem nenntu ekki að lesa hrafnasparkið okkar (sem þeir hefðu hvort eð er ekki skilið þó við hefðum vélritað listann!) eða þeir fundu upp eilífðarvél sem var alltaf að hlusta og vissi hvað öll lög hétu, hver flutti, hver skrifaði lagið og/eða textann, hver var útgefandi disksins, hvað lagið var langt, hver útsetti osfrv. osfrv. Ég hef enga trú á því að slík skráning virki. En ég held líka að listarnir sem við skiluðum inn hafi nú endað í ruslafötu einhverstaðar og stefgjöldin ykkar hafi verið greidd meir eða minna í formi formúlu útfrá "vinsælda"listum. Það gerir ekki margar krónur til hvorki þín, Pálma eða annara - sem voruð ekki beint að gera út á norska markaðinn.
Ég held að póstlisti eða vefur eins og þú auglýsir eftir sé þarfaþing og hjálpi listamönnum við að eyða tímanum í að skapa list og ekki að finna upp og smíða hjólið. Ég held að svona basl hafi verið opphafið að endinum hjá mörgum ágætis hljómsveitum.
Það er líka rétt sem þú segir um hina ýmsu geira tónlistarinnar. Af hverju erum við að láta draga okkur í dilka eftir því hvaða stefnu við spilum? eða ennþá verra; hvaða hljóðfæri við spilum á. Þetta er fáránlegt. Er ekki ÁMS underground? Þið gefið út helling af tónlist sem þið spilið sjaldnast á tónleikum. Hvað er meira underground en það? Stefnan ykkar er að sjálfsögðu klassík. Þið spilið jú rokk og ska, ef ég man rétt. Rokkið varð til á fimmta og sjötta áratugnum - eldgömul stefna. Ska er frá áttunda tugnum - líka eldgömul stefna. Svo hafið þið verið í tónlistarskóla, allavega þú og Þórir......
Mig minnir annars að þú hafir verið að reyna að koma mér inn í FÍH kringum 1988. Þá eru búinn að vera í félaginu nokkra stund.
En ég vil nú bara segja að lokum, að þrátt fyrir allt hafa íslenskir tónlistarmenn það betra en kollegar þeirra td. hérna. Það er auðveldara að fá athygli, geta spilað opinberlega og jafnvel fá útvarpsspilun. Mér finnst stundum að norsku útvarpsstöðvarnar séu nýbúnar að uppgötva að það er búin til popptónlist í þeirra eigin landi. Ekki að það sé gæðastimpill akkurat, en hún er til.
Hjalti Árnason, 28.5.2007 kl. 21:33
Annað..... salan á tonlist.is virkar eins og að selja bát með kvóta sem þriðji aðili á þe. höfundar laganna!
Ævar Rafn Kjartansson, 28.5.2007 kl. 21:35
Þörf umræða. Réttindamál höfunda, en þó sérstaklega flytjenda, tónlistar eru í vægast sagt litlu lagi. Getum við ekki bara fengið annan hvorn þeirra sem sá um að semja um réttindi ljósmyndara eða rithöfunda til að semja uppá nýtt við þá sem við þarf að semja? Þar erum við að tala um að þokkalega vel sé gætt að hagsmunum umbjóðenda!
Jón Kjartan Ingólfsson, 29.5.2007 kl. 01:19
Flott grein vinur. Kv Gass
Gassi (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 06:57
Ég gleðst ógurlega yfir þessari umræðu. Man eftir ágætri sögu sem Bjarni Tryggva sagði mér um árið. Fyrir ca. 16 árum síðan samdi hann lag (minnir texta líka) sem Sú Ellen gaf út og hékk í efsta sæti vinsældarlista Rásar tvö mestallt sumarið. Var spilað oftsinnis á dag. Eins var hans eigið efni leikið svolítið í útvarpi - reyndar talsvert mikið. T.d. var vinkona hans með daglegan þátt á þessum tíma og lék oftar en ekki lög með honum í þætti sínum.Steftékkinn fyrir umrætt ár dugði ekki fyrir koníaksflösku.
Ingvar Valgeirsson, 29.5.2007 kl. 14:38
.....Og ekki er nú Bjarni sérstaklega kresinn á koníak!!
Hjalti Árnason, 29.5.2007 kl. 16:54
Ekki lengur.
Ingvar Valgeirsson, 30.5.2007 kl. 11:12
Ragnar Aðalsteinsson hdrl. held ég að hafi séð um að setja rithöfunda þar sem þeir eru og það var hann sem sagði við mig þegar ég grenjaði yfir óréttlæti heimsins að við flytjendur værum á seinaldarstigi. Í dag veit ég að það er rétt. Í dag veit ég að ákvörðun sem svifti mig hluta af flytjendaréttindum mínum var ekki lögleg, eða í það minnsta algerlega siðlaus og núna mörgum áratugum seinna er stjórn stéttafélagsin að færa þetta í einhverskonar úthlutunarkerfi. Snigillinn fer hægt, því ég hóf að rífa kjaft yfir þessu 1993 ... og til dæmis um rólegheitin þá voru félagar í FíH settir fyrir nokkrum árum í nefnd til að koma með tillögur um úrbætur varðandi flytjendagreiðslur þ.e. aðrar en þær að þurfa að grenja eins og betlikelling eftir náðarsamlegri úthlutun úr fokking Menningarsjóði FÍH. Ég hafði samband við einn nefndarmann einu og hálfu ári eftir að nefndin var sett á laggirnar og þá hafði hún ekki hist. Ég hef áður nefnt það að þeir sem ekki vilja vera í stéttafélagi sem rekur húseignir, tónlistarskóla og tjaldvagnaleigu eiga bara að finna einhvern annan farveg fyrir réttindamál sín. Það þarf ekki mikið meira en góða skrifstofu og duglegt fólk til að reka slíka hagsmunagæslu. Mér er t.d. hreinlega til efs að nokkurt annað stéttarfélag tónlistarmanna í öllum heiminum sé að vasast neinu öðru en að gæta réttinda félagsmanna sinna. Fasteignaviðkipti og tónlistarksólarekstur sjá aðrir um.
Pálmi Gunnarsson, 30.5.2007 kl. 22:22
Sæl öll og takk fyrir góð og gagnleg komment.
Ég sat minn fyrsta fund hjá FHF (Félag hljómplötuframleiðenda) í gær. Þetta var aðalfundur félagsins og á þessum 2-3 klukkustundum sem fundurinn stóð varð ég margs vísari. Ég held það standi uppúr sem Anna og Pálmi benda á að réttindamál flytjenda eru í ólestri svo ekki sé meira sagt. Þetta hafði maður svosem heyrt áður en ég verð að viðurkenna að það var ekki fyrr en í gær sem ég áttaði mig á því hversu stórar upphæðir, eyrnamerktar flytjendum, stoppa í kerfinu - og fara síðan á endanum í annað en okkur sjálf.
En eins og Pálmi segir þá fer snigillinn hægt, og meðan hann mjakast þá er von. Það kom fram á fundinum að það er verið að vinna í því að koma þessum málum í betra horf og fara að borga einstökum flytjendum í stað einnar summu í menningarsjóð FÍH.
Ég gæti ekki verið meira sammála þér Pálmi með f***ing Menningarsjóðinn. Ég og mín hljómsveit erum í þeirri stöðu að við þurfum ekki á úthlutun úr menningarsjóði að halda, við erum tiltölulega sjálfbær hljómsveit og þessvegna kemur það ekki til greina að fara á skeljarnar og betla peninga út úr því batteríi. Það breytir hinsvegar engu um það að auðvitað eigum við að fá það sem okkur ber og það er hreint og beint sárt að hugsa til þess hvað maður hefur aflað sjóðnum mikilla tekna í gegnum tíðina. Tekna sem maður mun líkast aldrei njóta góðs af. Því miður. Ég fyrir mitt leyti hef engan áhuga á því lengur að vera í FÍH, en til þess að fá úr sjóðnum þarf maður að hafa verið félagsmaður í 3 ár. Getur þetta verið löglegt? Eru þetta ekki okkar peningar sem verið er að höndla með?
Mér finnst góð ábending hjá Jóni Kjartani þetta með réttindamál ljósmyndara og rithöfunda. Við gætum margt lært af þeim sem gerðu þá samninga, sýnist mér í fljótu bragði a.m.k. Mér sýnist reglugerðafrumskógurinn í tónlistarbransanum vera með þeim hætti að það liggur við að tónlistarmenn ættu að eiga kost á fræðslu af hálfu hins opinbera um þessi mál - og ókeypis lögfræðiaðstoð jafnvel. Við ættum eiginlega að eiga heimtingu á svipaðri þjónustu og nýbúar fá, þvílíkt er torfið!
Heimir Eyvindarson, 31.5.2007 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.