Kominn tími á breytingar?

Alveg er mér fyrirmunað að skilja hvernig Steingrímur fær það út að hann hafi verið fullur vilja til að mynda félagshyggjustjórn! Var það þessvegna sem hann ákvað að sparka í liggjandi framsóknarflokkinn eftir kosningarnar? Mér finnst hann í öllu falli hafa sýnt þennan meinta samstarfsvilja dálítið undarlega svo ekki sé meira sagt. Held reyndar að það sé rétt hjá honum að Samfylkingin hafi verið farin að stíga í vænginn við Sjálfstæðisflokkinn fyrir kosningarnar, en það breytir því ekki að úrslit kosninganna, sem og framganga Steingríms dagana á eftir voru alls ekki til þess fallin að liðka fyrir félagshyggjusamstarfi! Er tími Steingríms kannski útrunninn? Flokkurinn er allavega á viðvarandi niðurleið úr þessu, kannski formannsskipti geti hjálpað upp á sakirnar og snúið þeirri þróun við?
mbl.is Steingrímur J. Sigfússon: Samfylkingin gafst upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það væri frískandi að sjá Katrínu Jakobsdóttur taka við flokknum.

Gestur Guðjónsson, 1.6.2007 kl. 13:53

2 identicon

Góðir punktar og ekki síst hjá Skeiðamótahetjunni fyrrverandi  Það er komin of mikil neikvæði og þrastónn í Steingrím, þó það fylgi vissulega oft því hlutverki að vera í stjórnarandstöðu......spurning um að taka Falung Gong á þetta, þögla og friðsæla andstöðu, Solla Pé er farin svo það mætti alveg prófa.

Rilli (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband