Síðasta sinn í Kópavogi?

Það er gaman að segja frá því að Sálin hans Jóns míns stígur á stokk á Players í kvöld, en fyrir réttum 2 vikum var þessi frábæra hljómsveit með ball á NASA við Austurvöll og auglýsti þá af miklum móð að um síðustu framkomu sveitarinnar í Reykjavík um langan tíma væri að ræða! Ok. Ég veit vel að Players er í Kópavogi, en er þetta ekki fulllangt seilst í auglýsingamennskunni........;-)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður  Þeir réttlæta það örugglega með því að það sé himinn og haf milli Reykjavíkur og Kópavogs

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 17:04

2 identicon

Gæti verið að Nasa hafi auglýst svona en ekki hljómsveitin?

Tel það  sennilegt

Páll Gunnar (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 22:45

3 Smámynd: Hjalti Árnason

Þeir hættu nú rétt áður en ég flutti út 92-3. Þeir verða að þessu fram á elliár.

Hjalti Árnason, 3.6.2007 kl. 08:13

4 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Þetta er alveg rett, ég hef oftar farið lokaball Sálarinnar en ekki.

Tómas Þóroddsson, 3.6.2007 kl. 23:58

5 identicon

Þetta er nú svo sem þekkt aðferð í "hlébransanum" hjá böndum, mig minnir að það hafi tekið mörg kvöld, margar helgar og mörg ár fyrir Greifana að spila sitt síðasta ball og segir mér svo hugur um að þeir muni rísa á ný og hætta aftur og aftur og aftur og aftur og svo enn á ný.

Sæmi (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 00:02

6 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

svo verður týpískt "comeback" .........

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 4.6.2007 kl. 18:12

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, ég hef séð Sálina á lokaballi oftar en einu sinni. Eagles gáfu út tónleika-dvd, sem bar titilinn (ef ég man rétt) Farewell Tour vol. 1.

Ingvar Valgeirsson, 4.6.2007 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband