Sumarfrí í Danmörku

Við ákváðum að endurtaka leikinn frá því í fyrrasumar og leigja okkur sumarhús í Danmörku. Að vísu lá leiðin ekki aftur á Jótlandið góða heldur ákváðum við að prófa Falster að þessu sinni. Við vorum í sumarhúsinu í eina viku en áður en við fórum þangað niður eftir vorum við í eina nótt í Malmö og tvær nætur í Köben.

Þetta var mjög skemmtileg ferð og við vorum tiltölulega heppin með veður, þó það hafi nú hist þannig á að veðrið hér heima var líklega enn betra! Ekki oft sem það gerist Blush. Veðurspáin var reyndar alla dagana mun verri en veðrið, alveg öfugt við það sem maður á að venjast hér á landi. Það var meira og minna glampandi sól alla daga nema einn, en þá gerði rok á danskan mælikvarða. Mesta rok í manna minnum og auðvitað stóðu danirnir algjörlega ráðþrota gagnvart óveðrinu. Við víkingarnir fórum nú bara á rúntinn, og fannst ekki mikið til veðursins koma Wink.

En þeim tókst nú samt að bjóða okkur upp á rafmagnsleysi í kjölfarið. Rafmagnslínurnar þeirra lágu eins og hráviði út um allt því þessi blessuðu tré þeirra brotnuðu undan veðurofsanum og slitu niður línurnar. Það var svosem allt í lagi, maður hélt bara að það kæmu menn og redduðu því, en það varð nú aldeilis ekki raunin. Eftir 8 tíma rafmagnsleysi fórum við að athuga málið og þá fengum við þau svör að þeir teldu of hættulegt að reyna að laga línurnar í slíku veðri Shocking. Þá var mér nú öllum lokið og sagði við annars elskulega stúlkuna sem tjáði mér tíðindin: "I danskerne duer ikke til noget!" Þetta viðmót mitt hjálpaði nú ekki upp á sakirnar og úr varð að ég fór í búðina og keypti eldivið í arininn, eldspýtur og kerti. Sólarhring síðar kom rafmagnið aftur Smile.

Þessi sumarhúsabyggð sem við vorum í, Marielyst, er annars mjög skemmtilegur staður. Þarna er heilmikla þjónustu að hafa, banka,verslanir, veitingastaði, golfvelli og allskonar afþreyingu og tiltölulega stutt í 2 ferjuhafnir þar sem hægt er að hoppa til Þýskalands - sem við gerðum. Eins er frekar stutt í skemmtigarðinn Bonbonland og ýmislegt fleira. Mæli með þessu, en mun samt örugglega prófa eitthvað nýtt næst Wink.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Árnason

...en ekki kíktirðu í kaffi til mín.....

Hjalti Árnason, 9.7.2007 kl. 19:59

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Nei þú ert í Noregi maður!

Heimir Eyvindarson, 10.7.2007 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband