Bæjarhátíðir eru hið besta mál

Ég tek það fram að ég var ekki á skaganum um helgina og veit nákvæmlega ekkert um það hvernig Írskir dagar fóru fram, en ég reikna með að flestir hafi skemmt sér hið besta eins og oftast er raunin með bæjarhátíðir af þessu tagi. 

Sjálfur hef ég troðið upp á allmörgum bæjarhátíðum og oftar en ekki furðað mig á neikvæðum fréttaflutningi í kjölfar þeirra. Það er nú einu sinni þannig að þar sem slíkur mannfjöldi kemur saman er alltaf hætta á einhverjum pústrum og ryskingum og þjóðfélagið er nú því miður orðið þannig að fíkniefnamál koma alltaf upp á slíkum hátíðum. Síðan má alltaf spyrja sig hvort t.d. fjöldi fíkniefnamála sem upp koma sé eitthvað viðmið um það hvort viðkomandi skemmtun hafi tekist vel eða illa. Lögreglan segir t.a.m. mikinn viðbúnað á svæðinu vera ástæðu þess hversu mörg mál komust upp. Er það ekki af hinu góða að tekist hafi að koma böndum á einhverja bófa a.m.k.?

Öll umræða um að það þurfi að breyta fyrirkomulagi bæjarhátíða til að koma í veg fyrir ölvun og ólæti, og jafnvel leggja þær niður fer óumræðilega í taugarnar á mér. Ég held að það sé alveg óhætt að fullyrða að meirihluti gesta á Írskum dögum á Akranesi um helgina var þangað kominn til að skemmta sér. Það að litlum hluta þeirra hafi orðið eitthvað á, og kannski aðeins fatast flugið á ekki að verða til þess að hátíðin heyri sögunni til.  


mbl.is Viðbúnaður lögreglu hjálpaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Heimir þú hefur lög að mæla þarna, þó finnst mér eins og lítið ef nokkuð sé gert af slíku í okkar bæjarfélagi. Nefna má jú að einhver INNANhúsmorgunverður var haldin hér á Selfossi, finnst frekar lélegt að fara og taka þátt í bæjarhátíðarmorgunverði INNI. Manni finnst (allavega mér) ekki nein hátíðarstemmning yfir því að borða inni í  blíðu.

Eiríkur Harðarson, 10.7.2007 kl. 21:46

2 Smámynd: Hjalti Árnason

Nú hef ég ekki túrað mikið með ÁMS, en þið eruð ekki mikið á tjaldsvæðunum er það?

Og Eiríkur, Þetta segir mér mest eitthvað um veðurfarið á suðurlandsundirlendinu. 

Hjalti Árnason, 12.7.2007 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband