Borgarfjörður-Stokkhólmur-Vestmannaeyjar

Jæja þá er maður kominn í gang aftur, eftir gott hlé. Ég er eflaust búinn að móðga þá sem hafa skrifað komment hjá mér, hvað þá klukkað mig. Ég biðst afsökunar á því og ber við tímaleysi. Því til sönnunar ætla ég að telja upp það helsta sem á daga mína hefur drifið síðan ég bloggaði síðast.

Helgina fyrir verslunarmannahelgi fórum við í hljómsveitinni á Borgarfjörð-Eystri, þar sem Magni fagnaði útkomu fyrstu sólóplötu sinnar. Ég var munstraður í bandið sem spilaði með honum þannig að prógrammið hjá mér var nokkuð stíft: Útgáfutónleikar í Fjarðarborg á föstudagskvöldinu og tónleikar í Bræðslunni á laugardagskvöldinu og auk þess spiluðum við í Á móti sól á barnaskemmtun í Fjarðarborg um miðjan laugardaginn og ball á sama stað um kvöldið, að afloknum Bræðslutónleikunum.

Af óteljandi ástæðum hefur háttað þannig til að ég hef ekki fyrr litið þennan Borgarfjörð augum, ég segi óteljandi vegna þess að það hefur ansi oft staðið til að renna þangað þegar við höfum verið að drepa tíma á Egilsstöðum í gegnum tíðina. En einhvernveginn hefur alltaf eitthvað komið uppá þannig að ekkert hefur orðið úr - fyrr en nú. Þetta er ansi afskekktur staður, en býsna fallegur þó. Gaman að sjá þetta Smile. Það eru einhverjar myndir komnar inn frá Borgarfirði, þó ekki myndin af Megasi með 10 kótilettur í fanginu Wink.

Daginn eftir að ég kom heim frá Borgarfirði skelltum við Auður okkur til Stokkhólms. Það var líka í fyrsta skipti, og vonandi ekki það síðasta. Ég var mjög hrifinn af borginni, hún er virkilega falleg og nóg um að vera. Gamla Stan er snilld, lifandi músik út um allt, götulistamenn og allur pakkinn. 

Við bjuggum á Rica Stockholm hótelinu niðrí bæ, skammt frá lestarstöðinni. Það var mjög fínt, og staðsetningin snilld. Búðir og veitingastaðir allt um kring. Vegna fyrirliggjandi anna við spilamennsku þurftum við að stytta ferðina um einn sólarhring, sem var frekar leiðinlegt því við náðum ekki að skoða nema brot af því sem okkur langaði að sjá. En vonandi náum við að heimsækja borgina síðar. Ég mæli allavega með Stokkhólmi, og fólkinu ekki síður.

Svíar eru bestir í návigi, þá eru þeir kurteisir og viðræðugóðir og yfirleitt með sitt á hreinu, en einhvernveginn fara þeir ósegjanlega í taugarnar á mér alveg þangað til ég hitti þá. Ég hef nokkrum sinnum komið til Svíþjóðar og alltaf þegar ég er að undirbúa mig, t.d. með því að fara inná sænskar vefsíður eða lesa blöðin þeirra, þá fyllist ég hálfgerðum viðbjóði. Ég finn í gegnum prentsvertuna og skjáinn hvernig montið og merkilegheitin umlykja mig svo mér verður ómótt. Flökrar við af uppbelgdri þjóðrembunni sem skín í gegnum hvert orð. Svo eru þeir líka alltaf að bjástra við eitthvað glatað. Í flugvélinni las ég t.d. grein um mjög viðamikla rannsókn sem þeirra helstu sérfræðingar, sem eru nú væntanlega engin smámenni, gerðu á sykurlausum vörum. Niðurstaðan var stórmerkileg, í það minnsta fór heil opna undir þessa merkilegu uppgötvun: Sykurlausar vörur smakkast ekki eins vel og þær sykruðu! Svo á maður að bugta sig og beygja fyrir þessu fólki Shocking.

Strax og komið var heim frá Stokkhólmi tók stíf spilamennska við. Á miðvikudagskvöldið spiluðum við á troðfullum Gauknum ásamt ástralanum geðþekka Toby Rand, sem var gestur okkar/Magna í vikutíma eða svo. Daginn eftir var haldið til Vestmannaeyja, spilað á Húkkaraballi í Týsheimilinu þá um kvöldið og svo á stóra sviðinu niðrí dal föstudags-, laugardags-, og sunnudagskvöld. Þjóðhátíðin var snilld eins og alltaf, veður með besta móti - í það minnsta talsvert betra en spár gerðu ráð fyrir, stemmningin ólýsanleg eins og alltaf og gestrisni heimamanna hreint með ólíkindum.

Reyndar tókst okkur að móðga fullt af fólki óbeint með því að þiggja ekki heimboð sem við áttum útum allan bæ í hinar ýmsustu veislur, en það helgaðist aðallega af því að heilsa nokkurra okkar var ekki eins og best verður á kosið þannig að við fórum sem minnst útúr húsi. Biðjum hlutaðeigandi afsökunar og lofum að standa okkur betur næst Smile.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Borgarfjörður...Stokkhólmur...Vestmanneyjar en hvenær kemurðu í Hveragerði ??????

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 8.8.2007 kl. 18:30

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

1.sept

Heimir Eyvindarson, 8.8.2007 kl. 18:42

3 identicon

Ég er með hugmynd að nýju starfi fyrir þig ef þér fer að leiðast harkið í ÁMS. það er í fótboltablogginu sem þú kommentaðir á

Ég hef kynnst Svíum gegnum fjölþjóðleg verkefni sem ég hef tekið þátt í. Snerist um hönnun á námskeiði sem átti að keyra í öllum þátttökulöndum, á ensku. Svíarnir urðu fúlastir yfir því að ekki væri gert ráð fyrir að námsefnið væri allt þýtt á sænsku. Dálítið það sama og þú lýsir, rignir dálítið upp í þú vesit hvað  Aftur á móti var sá sem ég kynntist best úr hópnum alveg sérdeilis skemmtilegur karl með fínan húmor.

Takk fyrir skemmtilega bloggfærslu. Mig langar núna til Stokkhólms :) 

PS: eins og þú veist er ég veik fyrir fallegum melódíum, finnst Magni hafa hitt á flotta línu í nýja laginu sínu, syngur það lágstemmt og fallega, ekki hissa á að það fái góðar viðtökur. 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 20:40

4 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Heimir minn Hvaðan ertu eiginlega, segist ekki hafa áður komið á Borgarfjörð-Eystri. Varstu ekki með Magna í á móti sól, varstu kannski með Eyva í sama bandi. EÐA HVAÐ.

Eiríkur Harðarson, 9.8.2007 kl. 00:38

5 Smámynd: Hannes Heimir Friðbjörnsson

Var í Stokkhólmi fyrr í sumar og varð gríðarlega impressed!! Heja Sverige!!

Hannes Heimir Friðbjörnsson, 9.8.2007 kl. 10:48

6 Smámynd: Bjarni Bragi Kjartansson

Velkominn í Stokkhólmsvinafélagið Heimir og þú líka Hannes, Stokkhólmur er æðisleg borg, var þar í fyrra sumar, tókum nokkra daga á undan á bílaleigubíl, fórum um Sörmland, út í Skerjagarðinn, gistum í litlu þorpi sem er einsog tekið útúr póstkorti. Græn tún, skógar og rauð og gul hús til skiptis, ég veit ég er farinn að hljóma eins og kelling hérna en þetta er bara svona, alveg dásamlegt.

Bjarni Bragi Kjartansson, 10.8.2007 kl. 00:12

7 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Anna. Mér líst vel á þessa hugmynd þína . Láttu mig endilega vita ef þú veist um einhvern sem er á leið í framboð........hehehehe. En er ekki Liverpool málið?

Heimir Eyvindarson, 10.8.2007 kl. 00:54

8 Smámynd: Hannes Heimir Friðbjörnsson

Jú ég held að Liverpool sé málið

Hannes Heimir Friðbjörnsson, 10.8.2007 kl. 12:07

9 Smámynd: Bjarni Bragi Kjartansson

jú Liverpool ég þekki það....hverjir spila nú aftur með því liði...hmm...látum okkur nú sjá..Kenny Dalglish og Ian Rush..!!??

Bjarni Bragi Kjartansson, 10.8.2007 kl. 12:54

10 Smámynd: Hjalti Árnason

Eru það ekki bara ríkisfjölmiðlarnir sem eru með þennan þjóðernisrembing. Mér finnst þetta vera eins á öllum norðurlöndunum; DR, SVT, NRK, RUV.........Það ætti að sameina þetta allt, sama atiitudið og dagskráin allstaðar.

Hjalti Árnason, 11.8.2007 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband