Gjáin er kráin

Í þá gömlu góðu daga þegar Gjáin var aðal skemmtistaðurinn á Suðurlandi, sem er reyndar ekki svo ægilega langt síðan Whistling, var heldur líflegra skemmtanalíf á Selfossi en nú um stundir. Svo ekki sé fastar að orði kveðið. Auk Gjárinnar, sem var opin a.m.k. 4 kvöld í viku, var einnig opið nokkuð reglulega á Hótel Selfossi og í Inghól og aukinheldur leyfði eitt og eitt félagsheimili hér í grenndinni ennþá hin alræmdu sveitaböll.

Í dag er staðan sú að á Selfossi, sem er u.þ.b. 5000 manna byggð, er ekki einn einasti skemmtistaður! Pakkhúsinu, síðasta vígi skemmtanaþyrstra Selfyssinga, var lokað fyrir rúmum mánuði eftir að bæjarstjórnin keypti reksturinn og lagði hann niður, að mér skilst vegna fyrirhugaðra breytinga á skipulagi miðbæjarins.

Ég ætla ekki að hætta mér útí umræður um þennan nýja miðbæ, að sinni a.m.k., en mér er spurn hvort það var nauðsyn að loka staðnum alfarið á þessum tímapunkti. Hefði ekki verið hægt að semja við eigendur um að halda rekstrinum áfram, í það minnsta þar til einhver annar staður opnaði? Ég veit að það eru margir að skoða opnun skemmtistaðar í plássinu, en það er fyrirséð að slíkt muni taka nokkurn tíma þar sem ekkert hentugt húsnæði er til staðar. Þangað til munu ungmenni á Selfossi því þurfa að leita eitthvað annað.

Viljum við frekar að unglingar héðan keyri í hrönnum til Reykjavíkur til að skemmta sér um helgar, með tilheyrandi hættu á umferðaróhöppum o.þ.h.? Ég væri allavega u.þ.b. að fara á taugum ef ég ætti ungling á djammaldri þessa dagana. En ég er nú líka óttaleg kelling Blush.

Það er meira að segja svo aum staðan hér í þessum bæ, sem n.b. auglýsir sig sem miðstöð verslunar og þjónustu á Suðurlandi, að það er hvergi hægt að smeygja sér inn og horfa á enska boltann, hvorki á kaffihús né pöbb.

Í Hveragerði, sem Selfyssingar hafa nú löngum litið heldur niður á, eru fleiri valkostir í boði í þessum efnum. 

Þar er líka bakarí, þar sem engum dettur í hug að selja dagsgamalt brauð á fullu verði.............

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Já Heimir, gjáin VAR sko kráin. Hins vegar er ég einn af þeim sem er að hugsa hvort ekki væri einhver kofi sem myndi uppfylla þau skilyrði er þarf að hafa í dag.

Eiríkur Harðarson, 14.8.2007 kl. 01:07

2 identicon

Uss hvað er að heyra... bý ég betur í sveitasælunni á Höfn.
Stöku sveitaball (líkt og um helgina) og nokkur böll á ári,
opinn bar á hverju kvöldi fyrir þyrsta og boltinn í beinni á breiðtjaldi.
 Jú og meistari Jón stendur sína vakt við snúðabakstur
Íbúafjöldi er rúmlega 2000, með nágrannabýlum.
Góðar kveðjur á suðurlandið, Lilja.

Liljan á Höfn (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 10:40

3 Smámynd: Rúnarsdóttir

Þetta er rugl Heimir, bara rugl! Ég hef löngum haldið á lofti þeirri kenningu að það eigi að færa Sportbæ og stofna GÁB-bar í því húsnæði. Flott staðsetning, plenty of space og það er hægt að reka íþróttavöruverslun hvar sem er. En þabbara hlustar enginn á mig ...

Rúnarsdóttir, 14.8.2007 kl. 12:07

4 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Eiríkur: Það hljóta einhverjir kofar að finnast, þú verður bara að halda í þér þangað til .

Lilja: Ég veit að hlutirnir eru í góðu lagi á Höfn, bestu kveðjur þangað sömuleiðis. Þið eruð líka gríðarlega heppin að eiga Jón, við höfum nú bankað uppá hjá honum eftir dansleik - með góðum árangri. Algjör toppmaður .

Ágústa: GÁB-barinn er frábær hugmynd. Staðsetningin gæti ekki verið betri....o.s.v.......En ég held að einhver hljóti að hafa hlustað á þig því að ég veit ekki betur en þessi mál séu í vinnslu. Ég er kannski að kjafta einhverju sem má ekki..........?

Heimir Eyvindarson, 14.8.2007 kl. 12:36

5 identicon

Gjáin var æði það er ekki spurning
Það er ekki skrýtið að þú ætlir að flytja til okkar  hingað í Hveró. Komdu fagnandi.

Inga Lóa (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 13:22

6 identicon

Heimir og co, velkomin í þorpið mitt þar sem brauðið er ekki einungis alltaf nýtt heldur líka eitthvert það besta sem býðst á öllu landinu og þótt víðar væri leitað. Uppskriftirnar eru að miklu leyti arfleið frá Gogga gamla Mich. Hann bakaði meðal annars svo gott plötufranskbrauð í gamla daga að maður komst sjaldnast með það heim öðruvísi en hálfetið við takmarkaðan fögnuð móður minnar og kvennanna sem ég sentist fyrir í búðirnar þegar ég var stelpuskotta.

Soffía Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 15:37

7 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Gjáin var mitt lögheimili á Suðurlandi  enda ef svo hefði ekki verið byggji ég sennilega ekki í Hveragerði í dag

Þar sem er fullt af góðu fólki og von á fleirum

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 14.8.2007 kl. 16:06

8 Smámynd: Rúnarsdóttir

Really? I had no idea, er bara búin að vera að muldra þetta ofaní minn rýra barm ...

Rúnarsdóttir, 14.8.2007 kl. 21:36

9 Smámynd: Hannes Heimir Friðbjörnsson

'Eg væri til í að opna bar á Selfossi! Alvöru bar! Einhver með???

Hannes Heimir Friðbjörnsson, 15.8.2007 kl. 19:02

10 identicon

ég er nú nýr í hveragerði og hef ekki enn fundið pöbbinn enn bakaríið er gott það verður ekki af því tekið sem og fólkið líka

Sæmi (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 21:22

11 identicon

Alltaf skal gamli hitta naglann í boxið.   Þetta er óskiljanleg þróun með Selfoss, mesta fólksfjölgun á landinu ár eftir ár....en alltaf fækkar skemmtistöðum!   Það eru nokkrar ástæður.   Einhverra hluta vegna þá er eins og skemmistaðir á Selfossi þurfi að vera á einhverjum afviknum og fjarlægum stöðum svo þeir séu samþykktir, það er nú ekki beint í leiðinni Hvita húsið.  Gjáin var á toppstað.   Rúnarsdóttir er með fína hugmynd, en mín hugmynd hefur alltaf verið að hafa skemmistað/veitingastað þar sem bókasafnið eru núna.   Tilbreyting að hafa stað með gluggum og svo yrði flott að geta setið fyrir utan á góðviðrisdögum í hjarta bæjarins.  Nei, auðvitað er brýnt að hafa bókasafnið þarna..alveg magnað! 

 Svo er það hitt.   Maður spyr sig hvernig fólk er að hrúgast á Selfoss?  Er þetta lið sem er anti social og sést ekkert í bæjarlífinu?   Er Selfoss bara ekki að þróast í algert svefnbæli??  

 Að lokum með Gjánna.   Þetta er ekki bara nostalgíukast því Gjáin átti án efa stóran þátt í öflugu tónlistarlífi á Suðurlandi á hennar tíma.  Heimir þekkir það sjálfur en býsna mörg bönd þreyttu frumraun sína í Gjánni, slíkur vettvangur er ekki til staðar í dag og mun erifðara að fá tækifæri til að spila opinberlega fyrir ný bönd. 

Rilli (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband