Hvaða hagstæðu kjör er verið að tala um?

Ég þarf nú að fá frekari skýringar með þessari frétt. Ef þessi nýtilkomna kostun verður til þess að áskriftarverðið lækki frá því sem nú er þá kannski skoðar maður málin aðeins, en ef þetta hagstæða verð sem Ari talar um er 4300 kallinn sem allir vita að er 70-80% hækkun frá því sem Skjárinn rukkaði fyrir boltann s.l. vetur þá hef ég endanlega fengið nóg af þessu batteríi.

Ef 365 miðlar ætla virkilega að halda þessari vitleysu til streitu, þ.e. að halda því fram að verð á enska boltanum hafi ekki hækkað umtalsvert milli ára, þá skila ég myndlyklinum og segi um leið upp öllum stöðvum félagsins og áskriftinni hjá Vodafone líka! Ég vona innilega að ég verði ekki einn um það.

Mér flökrar við þessu bulli Sick.


mbl.is Ætla að tryggja að enski boltinn berist um allt land á hagstæðum kjörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

líka rétt að rifja það upp að þegar skjár 1 fékk enska boltann þá kærði íþróttafréttamaður stöðvar 2 og sýnar þorsteinn guðmundsson þá fyrir að ætla að senda út með enskum þul gaman að segja frá því að ég er að horfa á sýn 2 núna (hún er órugluð og ég mun ekki borga krónu) og ef heyrn mín er ekki að bregðast þá heyri ég ekki betur enn að það sé einhver enskur að lýsa leiknum og það ekki á íslensku, ekki það að mér sé sama í raun miklu betra og skemmtilegra að hlusta á lýsingu hjá mönnum sem vita hvað þeir eru að segja heldur þá fer það í taugarnar á mér þessi tvískinnungur hjá 365 mönnum að kæra samkeppnisaðilann fyrir það sem þeir svo gera sjálfir óþolandi og mun ég aldrei greiða þeim krónu.

Sæmi (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 20:24

2 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Heimir kallinn minn ertu nokkuð að tapa þér, veit ekki betur en að þarna sé þessi samkeppni að bíta baugs/365 menn í rassgatið. Gerir víst lítið til því að þær hækka þá bara matvöruverðið í staðinn. Vertu viss um að þeir fara sko ekki að tapa á því, axarskafti sem er að hækka þetta boltabullu-áskriftarverð. Þetta eru sko peningamenn.

Eiríkur Harðarson, 12.8.2007 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband