Að blása í blöðrur

Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig vinsældir eru mældar, sérstaklega þegar kemur að tónlistarmönnum og hljómsveitum. Oft hefur vart verið þverfótað á síðum blaða fyrir einhverjum ægilega frægum listamönnum sem eru að gera það hrikalega gott, ekki einasta hérlendis heldur og úti í hinum stóra heimi. Þegar frá líða stundir, og vinir viðkomandi eru hættir að skrifa í blöðin, sést síðan oftar en ekki að innistæðan fyrir meintum vinsældum var harla lítil.

Sumir eru einfaldlega afar góðir í að blása upp blöðrur. Meira um það síðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Ég á voða erfitt með að blása í blöðrur

aðallega afmælisblöðrur

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 20.8.2007 kl. 16:13

2 Smámynd: Hjalti Árnason

Þetta er alveg rétt hjá þér. Ég sé norskar stórhljómsveitir sem ég hef aldrei heyrt um, auglýstar eins og Phil Collins á íslandi. Það er ekki mikið um að það gerist á hinn veginn, nema að íslenskar sveitir eru að gera það virkilega gott í noregi samkvæmt íslenskum fjölmiðlum. En eru þá að spila á einhverjum afkimum (og það er NÓG af þeim hérna). Eða á einhverjum uppskeruhátíðum einhverskonar bændasamtaka. Finn yfirleitt ekkert um það, nema kannski í tímaritum bændasamtakanna. Fólk Þekkir ekkert til neins nema Sigurrósar og Bjarkar. Einhverjir hafa þó heyrt um Sugarcubes og fáeinir um Á móti sól. En það er mest vegna einstaklega velballanseraðs hljóðs á síðustu uppákomu þeirra hérna (og sérlega aflappaðs hljóðmanns).

Hjalti Árnason, 24.8.2007 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband