Hné og olnbogar

Fyrr í vikunni vöktu hin annars ágætu íslensku flugfélög athygli mína, enn eina ferðina. Flugleiðir auglýstu sértilboð á flugsætum til og frá ýmsum áfangastöðum sínum, aðeins 9900 krónur með sköttum aðra leið, og Iceland Express svaraði að bragði með auglýsingu sem var eitthvað á þessa leið: Við getum því miður ekki boðið 9900 kr. sértilboð á flugsætum, en bendum á að 7995 er okkar lægsta venjulega verð, aðra leið með sköttum!  Mér fannst þetta svosem ágætt hjá þeim enda er ég mjög hlynntur samkeppni í flugi, og tek oftar en ekki afstöðu með Iceland Express sem hafa að mínu viti gert mjög góða hluti fyrir íslenska neytendur á sínum tiltölulega stutta líftíma.

Til að kanna hvað væri verið að bjóða skellti ég mér á veraldarvefinn, hafði reyndar nýverið pantað mér ferð sem ég segi örugglega frá síðar, en ég ákvað að gamni mínu að athuga hvað það kostaði mig að fara í helgarferð til London, bæði hjá Iceland Express og Icelandair. Ég tékkaði á öllum helgum í nóvember og desember, flogið út annað hvort á fimmtudegi eða föstudegi og komið heim á sunnudegi, og það kom í ljós að í nær öllum tilvikum var hagstæðara að fljúga með Icelandair! Tek það hinsvegar fram að það var hunddýrt hjá báðum, yfirleitt milli 30 og 40 þús. á manninn, og stundum ennþá meira!

Ég hef margoft flogið með Iceland Express, og yfirleitt alltaf verið mjög ánægður. Ég hef oftast nær pantað með góðum fyrirvara, eða keypt miðana á útsölu þannig að ég hef fengið þá á góðu verði. Það er þægilegt að fljúga með félaginu og lítið yfir því að kvarta, fyrir utan leiðindaatvik um daginn sem ég hef sagt frá Angry, en ef félagið ætlar að berja sér á brjóst og státa sig með heilsíðuauglýsingum af betra verði en keppinauturinn er þá ekki allt í lagi að hafa eitthvað að bjóða?   

Ég tek það fram, svo allrar sanngirni sé gætt, að ef flogið er út á þriðjudegi og komið heim á miðvikudegi er yfirleitt hægt að gera mjög góð kaup hjá express, og reyndar ágæt hjá Flugleiðum líka! Það er samt svona svipað og félagi minn lýsti  klámmyndunum á Sýn í gamla daga, ekkert nema hné og olnbogar Cool.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Engin hné og enga olnboga hér

Ég myndi gjarnan vilja fá uppskrift af gúllasúpunni

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 17.10.2007 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband