Óli Jó.

Það fór eins og flesta grunaði að Eyjólfi var sagt upp og sá þjálfari sem náð hefur besta árangrinum hér heima hin síðari ár var ráðinn. Alveg án tillits til hvaða mannskap hann hafði undir höndum o.s.frv. Allt frekar fyrirsjáanlegt. Jafnvel hallærislegt.

Mér leist ekkert á þessa ráðningu til að byrja með, en eftir að ég frétti að hann hefði ráðið Pétur Pétursson sem aðstoðarmann hýrnaði heldur yfir mér. Mér líst frábærlega á það. Þar er á ferð hörkunagli sem lætur menn ekki komast upp með neitt múður, og á ágætan þjálfaraferil að baki. Stuttan en glæstan.  

Áfram Ísland!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband