Fúll í dag

Ég er helvíti eitthvað fúll í dag. Ég held að aðalástæðan sé sú að ég finn ekki snúruna sem tengir fína símann minn við tölvuna þannig að ég get ekki hlaðið inn myndum úr ferðinni sem ég fór í um helgina. Glatað! Við Auður fórum nefnilega í ágætis heimsreisu um helgina, heimsóttum Danmörku, Svíþjóð og Noreg og skemmtum okkur konunglega allan tímann. Nánar um það síðar, þegar ég verð búinn að finna helv. snúruna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En Bluetooth? Þá þarf enga snúru. Ég hef notað það til að hlaða inn myndum úr símanum.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 17:37

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Æ þakka þér fyrir Anna mín, ég var alveg búinn að gleyma þeim möguleika! Gott er að eiga góða bloggvini. Ég fer í málið.

Heimir Eyvindarson, 1.11.2007 kl. 19:10

3 Smámynd: Anna Sigga

það er ekkert smá drjúg hjá þér helgin, Heimir.... var nokkuð vetrarfrí?!?

Anna Sigga, 2.11.2007 kl. 18:59

4 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Heimir minn ef ég þekki þig rétt er þetta sko ekki eini dagurinn, sem þú ert FÚLL. Ástæða þess að þú fannst ekki snúruna er líklega sú að þú flúðir frá Selfossi.

Eiríkur Harðarson, 4.11.2007 kl. 02:44

5 Smámynd: Anna Sigga

Þú ert greinilega ekkert að finna þessa snúru... og held jafnvel að bluetooth-ið sé ekki að gera sig... kannski ertu bara of önnum kafinn við að upplýsa litla sæta Hvergerðinga um tilgang lífsins.

Anna Sigga, 5.11.2007 kl. 08:22

6 Smámynd: Hjalti Árnason

Aldrei staðið á mér að lóða snúrur fyrir þig Cannon -RCA?

Hjalti Árnason, 5.11.2007 kl. 19:18

7 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Anna Sigga: Helgin var drjúg, og já ég er ekki sá fundvísasti . Hvenær ætlarðu svo að koma og hjálpa mér að uppfræða þessi litlu sætu börn hérna. Mér skilst á kennaraliðinu að þú hafir gert góða hluti á sínum tíma, kemur mér ekki á óvart .

Eiríkur: Ég er eiginlega aldrei fúll, hvaða aðdróttanir eu þetta eiginlega? .

Hjalti: Takk, takk. Ævinlega .

Heimir Eyvindarson, 11.11.2007 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband