Tandoori masala

Ég má til með að minnast á frábæran indverskan veitingastað sem við Auður fórum á í Köben um daginn. Tandoori masala heitir hann og er við Skt. Peters stræde, ekki langt frá Strikinu. Ég hafði heyrt vel af systurstaðnum við Halmtorvet látið, en þar var allt fullt þannig að við prófuðum þennan og sáum ekki eftir því.

Við vorum 8 sem borðuðum saman og hvert einasta okkar var himinlifandi með matinn. Það hljóta að vera meðmæli. Ég gef staðnum allavega hæstu einkunn fyrir matinn, umhverfið er svo aftur annað mál. Í rauninni dálítið sjarmerandi skrýtiðSmile. Velbekomme. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ég fer til Köben þá ætla ég að leggja þennan á minnið. Ég hreinlega elska indverskan mat (reyndar elska ég líka thailenskan). Verð líka að segja að oft finnst mér maturinn betri á veitingahúsum þar sem ekki er lagt of mikið upp úr fancy innréttingum.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 16:56

2 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Sammála Útlitið er ekki nema brot af innihaldinu

Eiríkur Harðarson, 11.11.2007 kl. 19:46

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Við erum að fara til Skotlands líst ótrúlega vel á nafnið á einu veitingahúsi í Glasgow það heitir "Two fat ladies"  spurning hvað keur út úr því

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 11.11.2007 kl. 23:06

4 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Scottish Bagpiper

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 13.11.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband